The Day
Ákvað að hafa titilinn á útlensku svo hann væri meira grípandi. En ég vaknaði upp eins og venjulega við það að síminn minn hringdi (kl. 8:25). Þá fór ég á fætur og bustaði tennurnar og það allt. Tékkaði svo á tölvupóstinum og er enn alveg hellingur þar sem ég á eftir að fara yfir, en hef ekki haft neinn tíma til þess undanfarna daga. Þar sem að ég er ekki enn búinn að gera við bremsurnar á bílnum og er alltaf að vinna frameftir og á ekki neinn bílskúr þá gengur þetta frekar hægt fyrir sig, því það er svo leiðinlegt að vinna á kvöldin úti núna í kulda og myrkri, þá tók ég bara strætó í vinnuna í morgunn. Ég byrjaði á því að fara á bus.is og valdi leiðina og skv henni átti ég að gera eftirfarandi: - Gengið (60 metrar) 09:33 Fálkagata 34 Reykjavík Hjarðarhagi 09:34
- Leið 15 09:34 Hjarðarhagi Hlemmur 09:43
- Beðið (1 mín.) 09:43 09:44
- Leið 13 09:44 Hlemmur Bústaðavegur 09:52
- Gengið (150 metrar) 09:52 Bústaðavegur Bústaðavegur 9 Reykjavík 09:54
Eins og sést þá átti ég semsagt að vera kominn kl. 09:54 í vinnuna og öll ferðin átti semsagt að taka 21 mínútu, þar af reiknast 3 mínútur í göngutíma og EIN mínúta í biðtíma á milli vagna. EN þrátt fyrir að það voru bara örfáir í vagninum þá var hann 2 mínútum of seinn sem þýðir einfaldlega að "Leið 13" var farin og ég varð gjörosvovel að bíða eftir næsta vagni sem keyrir framhjá Veðurstofunni, en það er bara einn vagn sem fer þessa leið og ég nennti ekki að fara að kynna mér aðrar leiðir því ég var bara fúll yfir þessu vonda plani. Næsti vagn kom sesagt kl. 10:04 og var ég því kominn í vinnuna kl. 10:14 í staðin, þ.e. ferðin tók því 41 mínútu í stað 21 mínútu. Hvað lærði ég á þessu? Jú, ekki að treysta því að hægt sé að fara eftir plani á vefnum ef biðin er aðeins 1 mínúta á milli vagna. Reyndar ef ég ætla að komast á veðurstofuna með eins litlu labbi og hægt er, þá er bara um þessa leið að velja. En aðrar leiðir þarf ég alltaf að labba frá Kringlumýrarbrautinni, sem eru 350 metrar. Nú er ég samt að hugsa um að prófa að taka strætó aftur til baka og sjá hvernig það gengur.
|
Af hverju drullastu ekki til að hjóla í vinnuna?
10:44 Burkni
|
|