Bloggeddíblogg
Já, dagurinn nánast að klárast og enginn búinn að blogga ennþá - það má því væntanlega koma bloggflóð það sem eftir er af degi, eða hvað? Bjarni reyndar bloggaði ekkert í gær og ekki Árni heldur - við getum ekki einu sinni bloggað einu sinni á dag í eina viku, það er ekki nógu gott!
Ég er þessa dagana að vinna í þremur stórum projectum sem ég ætla ekki að segja frá hérna en þau eru ansi spennandi að mínu mati. Læt vita af þeim síðar, vonandi.
Ég minni félaga tippklúbbsins á tippfund og bjór næsta föstudag en ákveðið var fyrir löngu síðan að hafa tippfundina með bjór í hönd svona mánaðarlega eða eitthvað slíkt. Held að allir séu búnir að staðfesta föstudaginn nema Siggi sem virðist ekki vilja svara mér þegar ég geng á hann með þetta.
|