þriðjudagur, nóvember 29, 2005
|
Skrifa ummæli
Bíllinn minn
Nú er bíllinn búinn að vera bilaður í 3 vikur, en hann var farinn að bremsa frekar lítið og farin að heyrast einhver óhljóð svona stöku sinnum og leist mér ekkert á blikuna, svo ég hætti bara að keyra hann. Hélt að þetta væru bremsuklossarnir að framan því hljóðið virtist koma þaðan og eftir nokkra klukkutíma bremsuklossavesen var ég komin á þá skoðun að það væru ekki þeir sem væru vandamálið. Á öllum verkstæðum var alltaf svo mikið að gera og svo fór ég til Danmerkur í millitíðinni og svo kom löggan og setti miða á bílinn og sagði að ég þyrfti að fara með hann í skoðun og það í síðasta lagi í dag.

Í gær hringdi ég svo í MAX 1, en þeir segjast gera við bíla strax og það sé engin bið. Það var líka svo og fékk ég Vöku ehf björgunarfélag til að flytja bílinn minn til MAX 1 í morgun (kostaði 5500 kr). Ég fór svo bara í vinnuna og hringdi aftur upp í MAX 1 og sagði þeim aftur frá því hvað væri að bílnum. Þeir hringdu svo um 2 leitið í dag og sögðu að vandamálið hefði verið bremsudælur að aftan, en þar var kominn leki og gæti það jafnframt getað orsakað óhljóðin sem ég heyrði stundum. Þeir ætla semsagt að kippa þessu í lag og eru núna að vinna í bílnum mínum og héldu þeir að hann gæti verið tilbúinn á milli 4 og 5 í dag (ég er nú ekki svo bjartsýnn, en hvað um það).

Nú vona ég bara að kagginn verði tilbúinn strax í dag svo ég geti farið með hann í skoðun án þess að fá sekt.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar