fimmtudagur, nóvember 17, 2005
|
Skrifa ummæli
Búbbi
Ég fór á mánudagskvöldið á útgáfutónleika Bubba í þjóðleikhúsinu á plötunum Ást og Í sex skrefa fjarlægð frá Paradís, sem eru að mínu mati, og margra annarra, meistaraverk.
Ég mætti fyrst heim til Burkna og drakk með honum og félögum hans smá bjór og síðan röltum við niður í Þjóðleikhús. Við drógum okkur miða því Burkni hafði verið látinn vita af því að eitt sætið væri beint fyrir framan upptökuvél sem var plantað í miðjum salnum og það lenti á mér að sitja fyrir aftan hana. Sá samt ágætlega en ég á víst að fá nýju afmælisútgáfuna af plötunni Konu í staðinn en hef ekki séð hana ennþá (Burkni er í málinu). Ég sat nú samt við hliðina á Heru sem bjargaði þessu ;-).

Þetta voru ótrúlega góðir tónleikar, hann byrjaði á lagi sem ég hef ekki heyrt áður en rúllaði síðan í gegnum flest lögin með frábærri hljómsveit sem innihélt hljómborðsleikarann í Ensími, trommuleikarann úr Mínus, Guðmundur Pétursson var á gítar (rugl góður) og síðan einhver maður á bassa og annar á ryðma gítar sem ég þekkti ekki. Síðan kom Barði og krafsaði í bongotrommu í einu lagi.
Hann tók lögin nokkuð rokkað að mínu mati og dansaði mikið og er greinilegt að það á að gefa þessa tónleika út á DVD eða sýna í sjónvarpi eða eitthvað. T.d. tók hann lagið Hvað þá á plötunni Ást ansi rokkað og einnig önnur lög og sum var hann bara með kassagítarinn og var í rólegum gír.

Eftir uppklapp var vel tekið á því í rokkinu og tekin hin klassísku lög Stál og Hnífur, Afgan, Blindsker, Fjöllin hafa vakað og Hiroshima.

Já, Bubbi hefur það ennþá og ég minni á þátt á Skjá1 á laugardagskvöldið um gerð þessara tveggja platna í Frakklandi (sem ég missi reyndar af því ég verð á jólahlaðborði en hann verður væntanlega endursýndur).
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar