þriðjudagur, nóvember 01, 2005
|
Skrifa ummæli
Heimasíminn
Ég sagði upp heimasímanum mínum í gær, enda var ég löngu hættur að hringja úr þessum síma og er búinn að borga 1350 kr (eða hvað það nú kostar þetta fastagjald hjá OgVodafone) á mánuði, en þetta er náttúrulega bara vitleysa. Má tala helvíti mikið í gsm símann fyrir 1350 kr sem maður er að spara með þessu.

Svo ætla ég að skila breiðbandstækinu núna á eftir og svo á að skella sér á Hive max pakkann, en í honum er netsími innifalinn, ekki það að maður sé eitthvað að nota hann, því gemsinn er kominn til að vera... um stundarsakir amk.
En náttúrulega verða allir innan skams komnir með lófatölvur og nota bara skype eða eitthvað svoleiðis apparat til að tala. Emax er að vinna hörðum höndum að því að setja þráðlaust net yfir allt landið og þegar svoleiðis þjónusta verður komin niður í viðráðanlegt verð fyrir heimili þá er náttúrulega ekki spurning um að allir verði bara þráðlausir hvar sem er.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar