Tippfundur í UK 
Þar sem ég stóð mig svo illa í gær þá ákvað ég að reyna að láta ferð okkar til UK hreyfast aðeins, við vorum búnir að tala um að fara helgina 20-21 jan og held ég að við ættum að miða við það. Þann 21 jan (sun) er Man UTD-Liverpool á Old Trafford og er það að sjálfsögðu aðal leikurinn. Á laugardeginum eru nokkrir spennandi leikir, svo sem: Everton-Arsenal í Liverpool borg - klukkan 12.45. Tottenham-Aston Villa í Lundúnum. Látið nú ljós ykkar skína og ef þetta hentar þá ætla ég að fara í að skoða ferðaskrifstofur.  
|      | 
   
     
   
      
       
         Hljómar vel - festum þessa helgi bara og þú leitar tilboða í pakkann. 
      
         11:37   Joi   
      
   
  |   
	 |