Tippfundur í kvöld
Jæja þá er það ákveðið, í kvöld verður tippfundur haldinn á Thorvaldsen. Mætt verður klukkan 18.30 og fengið sér fordrykk ásamt því að tippað verður. Klukkan 20.00 erum við svo með pantað borð á Horninu. Snyrtilegur klæðnaður æskilegur, þó ekki yfirdrifið. Ef menn hafa ósk um annan stað fyrir tippfund þá komið með þær hugmyndir og ég skal íhuga þær.
|
Kaffi Kúltúr bitz!
11:04 Joi
Hann er á hverfisgötunni á móti Þjóðleikhúsinu - ég hef ekki farið á hann áður en vildi gjarnan prófa hann og sting því upp á honum.
13:00 Joi
Ef þið eruð 100 ára þá væri það kannski mögulegt því þetta er fjári gamalt og fallegt hús. Thorvaldsen er nú alveg úber snobbstaður þannig að við förum að sjálfsögðu ekki þangað!
13:03 Joi
jebb húsið við hliðina. Þessi staður er held ég líka menningarsnobbsstaður, en mér skilst að leikarar og þesshátar lýður haldi til þarna án þess að hafa kannað það neitt nánar. En þetta gæti gefið okkur ýmsa möguleika á stolkum
13:23 Hjörleifur
Já, þetta býður upp sennilega upp á nokkra skemmtilega stalkmöguleika og því legg ég til að við kíkjum þangað. Ágætt að kanna staðin svona einu sinni.
13:33 Joi
Við prófum þá kúltúruna... allir að lesa bloggið svona seint..
17:11 Árni Hr.
|
|