miðvikudagur, nóvember 23, 2005
|
Skrifa ummæli
Man Utd
Ég hef fylgst með liðinu mínu í c.a. 20 ár og hef fylgt þeim í gegnum ýmislegt þessi ár. Nú er ég hinsvegar nánast að missa áhugann á því að horfa á liðið því þetta er ekki lið lengur heldur fyrirtæki, og eru önnur lið líklegast svipað stödd. Ekkert er hlustað á aðdáendurna og allt gert með því hugarfari að græða sem mesta peninga fyrir eigendurna. Núna í haust keyptu Bandaríkjamenn, sem höfðu aldrei horft á knattspyrnu fyrr en á þessu ári, liðið og þurftu þeir að taka lán fyrir kaupunum því þetta var ansi stór biti. Þetta þýðir að þeir tóku lán upp á 600 milljónir punda og þegar þeir eignuðust liðið skráðu þeir þetta sem skuldir hjá liðinu. Þetta þýðir það að í staðin fyrir að fyrir ári síðan var liðið vel rekið, í gróða og áttu peninga, en núna skulda þeir 600 milljónir punda og allar ákvarðanir teknar til að græða peninga en ekkert hugsað um aðdáendurna, þá sem hafa gert það að verkum að liðið er þetta stórt. Peningar eru í raun að ganga frá íþróttinni dauðri eins og Árni hefur oft bent á, og er nýjasta dæmið Chel$ki sem getur keypt alla bestu knattspyrnumenn í heimi í dag og hætta ekki fyrr en þeir vinna allt sem hægt er að vinna. Leikmenn eru einnig sekir um mikla græðgi og er Rio Ferdinand varnamaður United gott dæmi - hann "gleymdi" lyfjaprófi fyrir ári síðan og fór í 6 mánaða bann þar sem hann var á fullum launum við að gera ekki neitt. Samt dró hann í nokkra mánuði fyrir skömmu síðan að skrifa undir nýjan samning til að fá sem mesta peninga því hann telur sig besta varnamann í heimi. Núna er hann með langan samning og virðist ekkert geta á vellinum og veit ég ekki hvort það er vegna þess að hann er hættur á lyfjum eða hvort hann hafi ekki áhuga á þessu. Fleiri dæmi eru um slíka leikmenn sem eru í raun málaliðar. Leikmenn eins og Paolo Maldini sem hefur allann sinn leikferil verið hjá AC Milan og aldrei heyrst neitt vandamál tengd honum, hvort sem það er innan vallar eða við samningaborðið. Svona leikmenn eru nánast ekki til lengur og græðgi og dólgslæti stjórna þessum iðnaði (já ég sagði iðnaði en ekki íþrótt) í dag. Ullabjakk!

Ekki bætir ástandið að United er í tómu rugli í dag - Ferguson búin að missa vitið, Kean hættur, Vodafone búnir að segja upp samningnum við þá, þeir á góðri leið með að spila sig úr evrópukeppninni, Chel$ki búnir að stinga af í deildinni og sú skemmtun að horfa á liðið "spila" er jafn mikil og að horfa á eldri konur á Hrafnistu prjóna.

United og knattspyrnan í dag sökkar feitt!
    
Má bjóða ykkur að fylgjast með þeirri hreinræktuðu gleði sem er frjálsar íþróttir?
21:40   Blogger Burkni 

Þetta er nú bara ansi merkilegt blogg.
07:59   Blogger Árni Hr. 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar