Das Experiment
Horfði á mynd á RÚV+ áður en ég fór að sofa í gær sem heitir Das Experiment og eins og nafnið gefur til kynna þá er hún Þýsk og fjallar um tilraun sem fer úr böndunum. 14 karlmenn eru ráðnir til að taka þátt í sálfræðitilraun sem gengur út á það að rúmlega helmingur eru fangar og afsala sér öllum borgaralegum réttindum og hinir eru fangaverðir. Myndin sýnir síðan samskiptin í þessa daga sem tilraunin stendur yfir og fer vægast sagt allt úr böndunum og sumir breytast ansi mikið. 3,5/5
Við Sonja fórum í Grindavík í gær og heimsóttum m.a. Saltfisksetrið þar í bæ sem var bara nokkuð skemmtilegt og fróðlegt.
|
Hef heyrt um þessa mynd og held að ég gæfi henni 3 stjörnur af fimm ef ég sæi hana einhverntíman, en það verður tíminn bara að leiða í ljós
19:52 Hjörleifur
|
|