Já eitthvað hefur farið lítið fyrir bloggi síðastliðnu daga og skal ég nú aðeins renna yfir hvað hefur drifið mína daga.
Fimmtudagur - fór í leikhús, sá einleikinn með Hilmi Snæ, einu sinni var ég kona. Fór með vinnunni og virtist ég einn af þeim sem skemmti mér mest yfir þessu, ég hélt reyndar að þetta væri gamanleikrit en þetta er dramatísk saga byggð á sannri sögu en með smá gríni í. Einleikurinn var þannig að hann lék 36 hlutverk, stór og smá og stóð sig vel. Leikritið fjallar um samkynhneigðan mann sem er klæðskiptingur og hanns uppeldi í kringum nasisma, stasi, nýnasisma og annað. Raun afar merkileg saga og því var ég mjög spenntur yfir þessu, enda er ég lítill fiction maður eins og sumir vita, les í raun aldrei fiction til að mynda.
Föstudagur - ekkert
Laugardagur - kíkti á mótorhjólið um helgina, hélt mér við línuslóða þar sem mikil drulla var alls staðar annars staðar. Náði þó að drepa á hjólinu úti í miðri á og blotnaði duglega og þurfti að draga hjólið á land. All in good fun. Horfði svo á Real-Barca þar sem Ronaldinho sýndi að hann er besti leikmaður í heimi í dag.
Sunnudagur - tónleikar með White Stripes, var reyndar mjög impressed, var að fíla þetta greinilega mun betur en strákarnir. En ég þurfti að fara snemma vegna hundahalds og missti því að hluta tónleikana.
Mánudagur - vinna og ekkert
Þriðjudagur - vinna og ekkert
miðvikudagur - mætti loks í bolta, mitt lið tókst að skíttapa fyrstu 2 leikjunum, en eftir að við tókum okkur saman í andlitinu þá náðum við að vinna næstu 2 leiki og halda höfðinu nokkuð hátt þar sem þetta leit út sem total asswoopin´
Fimmtudagur - jahh eina sem hefur gerst enn er að ég er nú nokkuð aumur eftir boltann, eins og ávalt þegar ég hef ekki hreyft mig í langan tíma.
Nú í næstu viku þá mun ég taka eina ferðina enn til DK og verður það sú síðasta í bili.