laugardagur, nóvember 26, 2005
|
Skrifa ummæli
Tippfundur í gær
Í gær var haldin föstudagskvöld tippfundur. Við mættum á kúltúruna um 18.30, í raun allir seinir nema Jóhann. Hjölli mætti síðastur í þetta sinn. Nú við fórum svo á hornið um 20.30 þar sem við áttum pantað borð. Ágætis staður eins og hefur komið fram áður hér á blogginu, en þetta er einn af uppáhaldsstöðum Jóa. Ég er nokkuð ánægður með þennan stað og mjög sáttur við matinn sem ég fékk - frutti di mare pasta.

Eftir matinn var ákveðið að kíkja í pool en ég þurfti að fara heim til að passa hundinn minn þar sem hann átti að vera eftir í búrinu sínu en fríkaði víst út þegar EE var á leið út. Þetta endaði með því að hún skildi hann eftir í svefnherberginu en þar hefur hann verið að tyggja sig í gegnum rúmið okkar hægt og bítandi (pun intended). Mér þótti leitt að þurfa að stinga strákana af þar sem við hittumst afar sjaldan, en þar sem ég er nú yfirleitt sá sem er úti og EE heima ákvað ég að fara heim og passa hundinn.

Þegar heim var komið þá var nú sem betur fer ekkert ónýtt og hundurinn nokkuð rólegur.
Já það eru ekki bara þeir sem eiga börn sem þurfa pössun, þessa síðustu og verstu þá getum við ekki skilið hundinn eftir heima einan þar sem hann höndlar það ekki alveg. Við erum að vinna í að laga hans seperation anxiety og vonandi fyrir jólin verður þetta í lagi, annars er útséð um það að við verðum að vera heima ansi mikið um jólin.

Í dag er ég búinn að vera heima og passa hundinn þar sem EE er búinn að vera að vinna í allan dag, ekki það að mér leiðist þar sem það er alltaf gott að taka dag og dag í rólegheitum. En nú fer að líða að því að ég þurfi að fara að vinna í smá projectum, þó sennilega ekki á sama skala og JG, en ég þarf virkilega að fara að taka mig á í nokkrum málum.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar