fimmtudagur, febrúar 27, 2003
|
Skrifa ummæli
Díses hvað það er langt síðan ég hef bloggað. Hef bara ekki haft orku í þetta.
En á Sunnudaginn fór ég í IKEA til að kaupa mér eitthvað til að fela allt draslið mitt og rakst á þessa líka ágætis kommóðu. Ég sló til og keypti mér eina slíka í beyki lit (hinir litirnir voru birki og hvítt). Svo eins og gengur og gerist þá fer maður á lagerinn til að sækja vöruna og það gekk ágætlega og svo þegar ég var að borga þá kom í ljós að varan sem ég var að kaupa var ca 3000 kalli ódýrari heldur en það sem ég ætlaði að kaupa, svo ég gerði athugasemd við það og þá var farið til baka þar sem ég panntaði vöruna og þar var fullyrt að ég hefði fengið rétta vöru. Þá sagði afgreiðslustelpan að vörulækkanir væru oft á undan í kössunum, heldur en í búðinni svo ég var bara ánægður með það og fór heim með kommóðuna (sem vó um 55 kg í einum kassa). Þegar heim var komið þá ákvað ég að halda á henni inn í pörtum og opnaði því kassann inn í bílnum og þá sá ég að ég hafði fengið hvíta kommóðu.
Ég keyrði því aftur upp í IKEA og fékk að skipta og þurfti að ganga í gegnum allt ferlið aftur. Þegar ég var svo búinn að skutla nýja eintakinu inn í bílinn ákvað ég að opna kassann áður en ég færi heim og viti menn aftur fékk ég hvíta kommóðu, svo ég fór aftur að skipta og þurfti að ganga í gegnum allt ferlið í þriðja skiptið. Þegar ég var svo að bíða á lagernum tók ég sérstaklega vel fram (gerði það reyndar líka í annað skiptið) að ég væri að sækja beyki litaða kommóðu, ekki hvíta. Einn maður var þarna á undan mér að kaupa eins kommóðu og ég í sama lit og fékk hann sína í réttum lit og svo þegar ég átti að fá mína þá voru þær bara búnar.
Svona eyddi ég Sunnudeginum algjörlega til einskis (þetta tók um 3 tíma að ganga í gegnum þetta helvítis vesen). Þegar ég spurði svo hvað væri til ráða þá var mér sagt af lagerstráknum að það kæmi ný sending eftir 3 vikur. Ég fór nú samt til stelpunnar sem að seldi mér þetta í upphafi og þegar ég var að spjalla við hana þá kom í ljós að maðurinn sem fékk síðasta eintakið, fékk í rauninni vitlaust eintak á lagernum, því hann hafði pantað minni kommóðu, en fékk þá stærri (sem ég átti að fá), svo þannig tókst lagerstrákunum að klúðra gjörsamlega öllu sem hægt var að klúðra í þessari afgreiðslu.
Núna er bara jafn mikið drasl heima og ég á inni inneingnarnótu, sem ekki er hægt að leysa út nema með vöruúttekt. Ég semsagt borgaði IKEA 10990 kr þennan dag og fékk aðeins eitt lítið blað með mér heim.
Einhvernvegin tókst mér að halda ró minni allan þennan tíma, enda hugsaði ég með mér að það þýddi ekkert að æsa sig út af þessu, kommóðan mundi ekkert skipta um lit við það.


Hvað lærði ég af þessu, jú ALLTAF að opna vöruna inn á lager áður en maður fer eitthvað lengra. ALDREI að treysta því að þú fáir rétta vöru upp í hendurnar.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar