þriðjudagur, febrúar 18, 2003
|
Skrifa ummæli
Alveg er Tímon tímaskráningakerfið að gera alla gráhærða hér á veðurgerðinni. Menn eru farnir að berja tölvurnar sínar og ganga um bölvandi. Maður er eiginlega farinn að gruna að þetta sé bara atriði í faldri myndavél. Maður hlakkar bara til að fara að gera skattaskýrsluna, það er þó eitthvað sem maður ræður við og tekur ekki marga klukkutíma og svo þarf maður heldur ekkert að kunna í SQL til þess að fylla hana út. Það endaði með því hjá mér að ég skilaði minni skýrslu bara á gamla góða Excel forminu. Alveg magnað að allir starfsmenn þurfa að kunna að nota tölvu (sumir hér hafa aldrei þurft þess og eru að feta sín fyrstu spor í tölvumálum) til að fylla út vinnuskýrlslu. Ef það er framtíðin að hafa ALLT á tölvuformi þá er bara kominn tími til að gera eitthvað í málunum. Hvers vegna ætti t.d. maður sem vinnur við að mála, eða smíða, eða í hvaða starfi sem er sem ekki krefst tölvukunnáttu að þurfa að nota tölvu til að fylla út vinnuskýrslu, þegar hann hefur getað gert þetta með blaði og penna alla sína tíð. Ef nútíðin er framtíðin og fortíðin nútíðin og þar með er fortíðin framtíðin þá er ekki nema von að maður verði doldið ruglaður.

Annars var ég að horfa á Survivor Amazon women í gær og þrátt fyrir að stelpurnar væru doldið aumar og þurftu að búa við mjög slæm skilyrði (á meðan strákarnir voru búnir að byggja sér ágætis skýli) þar sem að þær voru hræðilega óskipulagðar og miklir klaufar í að koma sér fyrir og voru ömurlegar í keppninni (en strákarnir voru bara ömurlegri þrátt fyrir allt, greinilegt að það þarf að grisja smávegis).
Bara vegna þess hversu erfitt er að koma sér fyrir og rotturnar eru greinilega miðbæjarrottur og kunna ekkert nema að meika sig og sjóða nærbuxur (amk. notuðu þær eina hreina vatnið sitt til þess í gær) þá hefði frekar átt að hafa þetta blandað til að byrja með og splitta svo hópunum eftir ca viku, þá væru að minnsta kosti búðirnar nokkurnvegin jafn góðar.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar