mánudagur, febrúar 10, 2003
|
Skrifa ummæli
Góð helgi búin. Lagði af stað úr bænum um klukkan 17:30 á föstudeginum og hélt Norður í land. Ferðin gekk bara vel og var færið ekki svo slæmt, bara hálka á Norðanverðri Holtavörðuheiðinni og svo var smá skafrenningur við Staðarskála, en annars var vegurinn bara auður og fínn. Á laugardeginum var sofið út og slappað af, enda ekki mikið annað hægt að gera í sveitinni á þessum árstíma svona þegar maður hefur engum skyldum að gegna á staðnum. Um kvöldið var svo haldið á þorrablót í Höfðaborg á Hofsósi og þar var étið og étið og drukkið og sungið og dansað og drukkið og dansað og talað og allt það sem maður gerir á þorrablóti. Held ég barasta bara að allir hafi bara skemmt sér mjög vel. Að þorrablóti loknu var haldið heim að Hólum aftur og þar var haldið áfram að drekka og tala og spila tónlist og allt sem gert er í eftirpartýi (eða amk svona það helsta) og svo svona rétt áður en maður fór að sofa þá var farið í annað "eftirpartý", en það var heima hjá Bjakk og þar gisti ég var ég farinn að verða frekar þreyttur, enda stóð þessi samkoma ekki neitt voðalega lengi því nú voru menn almennt að fara að sofa (amk ég).
Vaknaði einhverntíman seint og um síðir og kveikti á sjónvarpinu og þar var hið æsispennandi Íslandsmót í atskák. Horfði ég á þetta og át mína samloku og drakk 3 kókómjólk með og eftir það var ég svona aðeins farinn að hressast, en einhverra hluta vegna þá var ég ekkert voðalega sprækur. Eftir að hafa gomsað í sig svolítið af þorramat í viðbót þá var nú bara kominn tími til að halda heim á leið enda klukkan orðin æði margt. Heimleiðin gekk svo bara ljómandi vel og fékk hann Erpur far heim með mér og var það bara ljómandi. Kom svo heim rétt um klukkan 22:30 (held ég).
Í dag er ég einhverra hluta vegna ennþá frekar undarlegur, en það lagast nú ábyggilega þegar ég verð búinn að fá mér eitthvað í svanginn.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar