mánudagur, febrúar 10, 2003
|
Skrifa ummæli
Djöfull er ég orðinn þreyttur á sölumönnum sem hringja í mann og eru að reyna að selja eitthvað. Ég lét setja bannmerki á mig í símaskrána fyrir um ári síðan, en sölufólk virðist ekkert spá í því. Það er búið að hringja í mig c.a. 3-4x á þessu ári. Síðast hringdi einhver kona frá Fróða eða einhverju slíku og þegar hún var búinn að blaðra eitthvað þá hljómaði samtalið svona:

Ég: "Heyrðu vinan, ég er á bannlista og er búin að vera það lengi. Það þýðir að það má ekki hringja í mig til að selja eitthvað!".
Sölukona: "Nú, já ertu með eitthvað skráð í símaskrána eða eitthvað slíkt?"
Ég: "Já!"
Sölukona: "Núnú, og hefur það eitthvað virkað til að losna við svona ónæði?"
Ég: "?????"
Sölukona: "En ertu viss um að þú viljir ekki heyra meira um svona lífeyrissparnað?"
Ég: "Já, bless, skell!"

Þetta sýnir að sölufólk er oft ekkert að spá í þessum bannmerkjum og gefst ekki einu sinni upp þegar maður er búinn að segja þeim frá því!

Þetta var óþol dagsins í boði Jóa!
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar