Horfði á ágætis þátt í gærkvöldi á NRK1, eftir að ég var búinn að hamsa heimadæmin. Þetta var þáttur frá BBC um einhverja fræga spjallkonu í bretlandi sem heimsótti Hugh Hefner í Playboy mansionið og var þar gestur í nokkra daga. Hugh er nú meiri helvítis graðnaglinn, hann er yfirleitt með svona 7 módel á setrinu, sem búa þar í nokkrar vikur, og er að smella þær allar hægri vinstri. Maðurinn er orðinn 76 ára og er enn í fullu formi, með hjálp Viagra. Það var hinsvegar sorglegt að sjá sumt kvenfólkið í partíunum, því þær muna sín fífil fegurri. Margar konur voru t.d. komnar yfir 50 og gerðu greinilega allt til að halda sér ungum með því að sprauta fitu í varirnar og fara í einhverjar lýtaaðgerðir o.flr., og voru síðan með stríðsmálningu í andlitinu ... sorglegt!
|