Ég hef mikinn áhuga á innanhúsarkitektúr og hlakka mikið til þess þegar ég kaupi mér alvöru húsnæði, þ.e. einbýlis- eða raðhús. Þá ætla ég að gera þetta með stæl og hafa magnað um að litast innandyra. Eitt að því sem ég er búinn að ákveða er að hafa herbergi í kjallaranum með pool borði og stóru sjónvarpi. Einnig væri sniðugt að hafa bar þar í horninu. Á vefnum fyrir hátalarana Kef sá ég þessar myndir að neðan og þetta er alveg minn stíll held ég .... mjög flott. Nú er bara að safna miklum peningum og næla sér í skilningsríka konu!
|