Gott að sjá að menn skemmti sér vel á þorrablótum - alltaf gaman af því.
Annars ætlaði ég að rétt að nefna hvað er á fóninum mínum hér í vinnunni:
American IV - Johnny Cash - tekur tökulög eftir simon og garf, NIN og Depeche moede til að nefna nokkra - ansi öflugt.
Nýji Nick Cave diskurinn er í húsi - nokkuð mikið hlustað á hann líka - ansi fínn
Down II - sveitt texas rokk
Jettarinn - tvöfaldi CD - verða að fara að koma mér aftur á ball með þeim :)
Einnig hafa plötur verið að snúast með Flaming Lips - Yoshimi CD
tvöfaldur CD með Cohen - fínt í bakgrunnstónlist
og auðvitað Kúbakóla með Búdrýgjindi :)
Annar er af mér að frétta að ekkert gengur í sjúkró - sniglast áfram hægt og rólega en þó fram á við. Fór í einhverja vinnuveislu á föstudag, var allt í lagi en ekkert sérstakt. Er á leiðinni út að borða með vinnunni á laugardag, með maka, deildarstjórar rekstrarsviðs, það verður ansi öflugt að ég tel.
|