Perlan 
Jæja, nú líður að  Perlu og menn verða að fara að skipuleggja dagskrá. Er hinn árlegi fordrykkur  Jóa og  Hjölla ON eða eigum við bara að hittast í Perlunni? Matur er kl. 20 og spurning hvort við náum kannski einu  spili eða eitthvað slíkt fyrir  mat?
 Guddi kom með þá ágætu hugmynd að vera með einhverja dagskrá eftir Perluna svo  menn stingi ekki af og er hugmynd að kíkja í  pool eða eitthvað slíkt eða fara á ákveðna  staði og  spila sig stóra.  
|      | 
   
     
   
      
       
         Mér finnst að við ættum að hittast á undan og taka fordrykk og jafnvel spil. Einnig ættum við að koma með plan með hvað á að gera eftir á, spurning að menn setji fram hugmyndir hér og við getum skoðað síðan hugmyndirnar. 
      
         10:41   Árni Hr.   
      
   
      
       
         Sammála! Loka ekki allir staðir kl. 1?  Við verðum því að hafa þétt prógramm og ég sting upp á þessu: 18:00 Hittast og taka fordrykk og spil. 20:00 Halda í Perlu. 20:15 Einn fordrykkur í viðbót svo við finnum örugglega ekkert bragð af matnum. 20:30 Sest að snæðingi. 22:15 Einn drykkur á barnum í Perlunni. 23:00 Skundað í bæinn og farið á Thorvaldsen. 24:00 Kíkt í Pool. 01:15 Farið í eftirpartí hjá einhverri sem við veiðum upp á ferðum okkar. 07:16 Farið heim. 
      
         10:47   Joi   
      
   
      
       
         Hvað á hvað að þýða ? 
      
         10:48   Joi   
      
   
      
       
         Nei, það er reyndar rétt hjá þér - við höfum farið þrisvar og þú fórst beint heim úr perlunni í fyrsta skiptið en komst með okkur hin tvö í bæinn og stoppaðir reyndar stutt í bænum í fyrra skiptið.  Þú getur alveg unnið þó þú farir heim kl. 1. 
      
         10:55   Joi   
      
   
      
       
         Það er rétt hjá PP að hann skar sig ekki úr síðustu 2 ár ef ég man rétt og var það honum til sóma.  Ég vænti þess að svo verði aftur í ár þar sem það er nú teljandi á fingrum einfingra manns hversu oft við hittumst allir. Líst vel á prógrammið hjá Jóa, finnst að við ættum að halda þessu, jafnvel ef við náum ekki að pikka upp kvenmenn í eftirpartý þá væri í lagi að kíkja til einhvers og fá sér nokkra bjóra. 
      
         10:56   Árni Hr.   
      
   
      
       
         Já, dregst sennilega lengur, í fyrra mættum við kl. 21 og fórum upp á barinn rétt fyrir miðnætti - það þýðir að ef við sitjum jafn lengi við matarborðið núna ættum við að standa upp kl. 23 en við ættum að geta skorið það niður um hálftíma ef það er tímapressa á okkur. 
      
         11:07   Joi   
      
   
      
       
         Hvað segir Oddgeir um þetta plan ? 
      
         11:27   Joi   
      
   
      
       
         Mér líst vel á að hafa þétta dagskrá frá 18:00 til 01:00+  ég þarf reyndar líka að mæta í vinnu 23, en ég legg mig bara í bílnum á leiðinni heim eins og síðast.
  Oddgeir 
      
         11:45      
      
   
      
       
         Nú eru blikur á lofti - Hjölli er líklegast off í Perluna og spurning hvort við ættum að taka þetta á milli jóla og nýárs?  Hvað segja menn? 
      
         12:38   Joi   
      
   
      
       
         En að sleppa bara hvorutveggja núna og mæta tvíefldir á næsta eða þarnæsta ári ? 
      
         13:19   Joi   
      
   
      
       
                    |   
	 |