mánudagur, desember 06, 2004
|
Skrifa ummæli
How Canon Got Its Flash Back: The Innovative Turnaround Tactics of Fujio Mitarai
Keypti þessa bók núna í haust á flugvellinum í Köben þegar við í vinnunni fórum eina helgi til Danmerkur. Ég ákvað að kaupa hana þó að hún væri á um 6000 kr. sem mér fannst ansi dýrt en lét mig hafa það.

Þessi bók var ekki eins og ég var að vona að hún væri, þ.e. ég vonaði að hún fjallaði meira um tæknina á bakvið það sem Canon er að framleiða en bókin var aðallega um hvernig fyrirtækinu er stjórnað og hvað var gert til að ná þeim mikla viðsnúningi sem Canon hefur náð á síðustu árum.

Það sem mér fannst koma mest á óvart við aðferðir Canon er að fyrir um 15 árum síðan voru allar stærri verksmiðjur Canon í Japan með risastórum færiböndum þar sem fólk stóð við og setti inn í viðkomandi framleiðsluvöru þann hluta sem það sá um eða þá að það voru vélmenni sem sáu um að setja viðkomandi hlut í. Þessi var öllu breytt og síðustu ár hefur verið hætt með þessi færibönd og vélmenni og öll framleiðsla Canon fer fram með litlum vinnuhópum sem búa til eina framleiðsluvöru, t.d. prentara eða myndavél og þegar hver vél er tilbúin þá byrja þau á næstu. Þetta hefur gefist mjög vel (þó þetta hljómi ekki jafn fullkomið) og það sem hefur náðst fram með þessu er að starfsmenn eru ánægðari og sýna meira frumkvæði, það kostar minna að framleiða hverja vöru vegna þess að það þarf ekki jafn mikinn startkostnað og tíma ásamt því að hver verksmiðja verður ekki jafn sérhæfð tækjalega séð og miklu minni tíma tekur að hætta að framleiða ákveðna vöru og fara yfir í nýja. Hagnaður Canon hefur rokið upp eftir að þeir tóku allt framleiðslukerfi sitt í gegn ásamt annarri endurskipulagningu.

Flest fyrirtæki í Japan voru á árum áður með æviráðningu en mörg hver hafa farið meira í bandarískt kerfi þar sem fyrirtæki segja upp og ráða fólk eftir því hversu mikið er að gera og fólk er kannski ekki að vinna lengi hjá hverju fyrirtæki. Canon er ennþá með þetta kerfi í gangi, þ.e. að starfsmenn eru æviráðnir og eru þeir ekki að fara að hætta með það. Toyota er líka með þetta kerfi og það fyrirtæki er fyrirmynd annarra fyrirtækja þegar kemur að vel skipulagðri framleiðslu og góðum rekstri því það þykir í allra fremstu röð. Það sem er gott við þetta kerfi er það að allir starfsmenn Canon eiga jafnann möguleika á frama innan fyrirtækisins og skiptir þá geta viðkomandi starfsmanns öllu máli en ekki menntun. Menntun hjálpar náttúrlega mönnum við að ná langt því þeir eru betur undirbúnir en menn komast ekki fram yfir hæfari starfsmann bara af því að hann hefur meiri menntun. Þetta virkar þannig að allir starfsmenn taka 3 próf á ári sem metur getu þeirra og það fer eftir þessum prófum hversu menn ná langt innan fyrirtækisins. Canon hefur 30 manns á efsta leveli fyrir neðan forstjórann og þeir verða allir að hafa unnið a.m.k. 30 ár innan fyrirtækisins til að ná þetta langt.

Annað sem Canon hefur gert er að taka í gegn samskipti við dótturfélög sín og taka upp meira hvetjandi kerfi og einnig að nýta betur allar tækninýjungar í öllu fyrirtækinu, þ.e. að það sem er fundið upp er sett í allar vörur Canon ef það bætir vöruna. Eins sækir Canon um mikið af einkaleyfum og umsóknir þeirra eru um 10.000 á mánuði.

Þetta var ágætis bók en mér þótti hún mjög þurr og á greinilega ekki að vera nein skemmtilesning. Farið er lauslega í gegnum sögu Canon og síðustu ár eru meginþema bókarinnar ásamt viðtali við forsetann Mitarai. Ég hugsa að þeir sem hafi meiri áhuga á þessum málum hafi meira gaman af bókinni því það eru margir athyglisverðir hlutir sem koma fram í henni.
    
Þetta er glæsilegt blogg - afar áhugavert og náði ég amk að verða spenntur fyrir þessari bók, enda mikill áhugamaður framleiðslustýringar osfrv.
Varstu ekki að lesa Sony bókina um daginn, hvað er næst Toyota :)
07:57   Blogger Árni Hr. 

Nei, ég var ekki byrjaður á Sony bókinni.
Já, spurning að næla sér í bók um Toyota því þeir hafa fengið verðlaun fyrir að vera með besta og hagkvæmasta framleiðslukerfi í heiminum og þeir eru fyrirmynd sem aðrir setja sér í þessum málum.
09:22   Blogger Joi 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar