Dude
Nú verða allir sem eiga eftir að senda Hjölla kveðjur hérna á blogginu að drífa sig í því að setja þær inn núna því ég ætla að prenta út bloggið fyrir han frá þeim degi sem hann veiktist svo hann geti lesið það útprentað og séð hvað er að gerast í heimsmálunum ... do it dudes eins og maður segir stundum!
Við Sonja erum að pæla í að panta slatta af ljósmyndadóti sem okkur "vantar" því við getum fengið það frá US á góðum díl ;) Það sem við erum að spá í að kaupa er 24-70mm linsa, flass, ljósmælir, polarizing filter, þráðlausann sendir fyrir flassið, auka batterí og hleðslutæki. Þetta kostar ekki mikið miðað við hérna vegna gengi dollaros. Þegar þessir hlutir eru komnir erum við nú að verða ansi góð enda komin með frábærar græjur (myndavélin hefur reyndar ekki verið lagfærð og við erum með lánsvél núna). Síðan er næsta skref bara að fá sér tjald og ljós og þá er maður kominn með ágætis stúdíó. Við prófuðum að taka nokkrar myndir í svona amatör stúdíói um helgina og hérna er ein af þeim sem við tókum ef englabarninu hennar Særúnar:
|