Óvæntur gestur
Við Sonja vöknuðum við að það var óvæntur gestur í íbúðinni í morgun (um 7.30). Þetta byrjaði þannig að við heyrðum skrjáf í gardínunni og vorum bæði að hugsa hvað þetta væri án þess samt að pæla mikið í þessu, en þetta var eins og rok væri að henda gardínunni til og frá. Mér fannst þetta mjög skrítið í ljósi þess að ég var nokkuð viss um að glugginn væri lokaður og hélt fyrst að það væri köttur að vesenast eitthvað en þegar þetta var búið að vera svona í 5 mínútur var ég viss um að þetta væri bara vindur. Síðan heyrðist hátt og snjallt: "MJÁ" úr glugganum og þá var greinilega kattarkvikindi sem hafði komið inn um annan glugga og var að reyna að komast út um þennan. Ég sendi Sonju af stað í að redda málunum en hún er betri að höndla svona kvikindi og reyndist þetta vera einn stærsti köttur sem við höfum séð, bæði stór og feitur og rosalega gæfur og vildi láta klappa sér. Sonja henti honum síðan út um svaladyrnar og við fórum síðan í vinnuna.
Já, það er ekki mikið að gerast í lífi mans þegar maður getur skrifað svona langan pistil um svona ómerkilegt mál enda er Slembibullið dægurmálarit sem tekur á öllum hliðum samfélagsins.
|
Ég vil benda á það að Jóhann skipaði mér að henda "kattarkvikindinu" út og auðvitað hlýði ég húsbóndanum!
11:23 Sonja
Ég man einn morguninn í Túnhvamminum að ég vaknaði upp klukkan 6 þegar kötturinn minn var að hvæsa útí glugga. Þá hafði kvikindið stokkið inn um gluggann minn og var að hvæsa á annann kött fyrir utan. Nú þar sem ég var nú þunnur og þreyttur þá ákvað ég nú bara að taka kvikindið og henda því út fyrir hurð hjá mér og loka glugganum. En kvikindið var ekki á sama máli og um leið og ég greip varlega utan um hann þá læsti hann öllum klóm í hendur mínar og hékk þar. Enn þann daginn í dag er hægt að sjá ör eftir þennan eftirminnilega morgun og mínu "ástarsambandi" við ketti/kvikindi.
NB! Ég náði ekki að henda honum út úr herberginu....
12:09 Árni Hr.
Hmmm ... skrítið - þetta blögg hefur fengið hvað mestu viðbrögð af mínum blöggum og er það um svona daglegann hlut! Getur verið að lesendur vilji heyra meira af daglegum viðburðum og að maður opni sálu sína meira? Hvað segir Siggi?
12:12 Joi
|
|