fimmtudagur, desember 30, 2004
|
Skrifa ummæli
Nýársheit
Á hverju ári set ég nokkur "nýársheit" - þetta árið setti ég enn og aftur það sama, en það er að lesa fleiri bækur í ár en í fyrra. Yfirleitt er þetta nú ekki mikið challenge þar sem ég les ekki mikið en nú á að gera skurk í því.
Þannig að strax eftir jól byrjaði ég á fyrstu bókinni og viti menn ég kláraði hana strax. Þetta var bókin fótboltafíkill og er eftir Grindvíking að nafni Tryggvi.
Sagan er í hnotskurn um tímabil Grindavíkur í fótbolta árið 2003 og allar þær tilfinningar sem fylgja því. Þetta er Lee Sharp árið ef einhver er að velta sér fyrir hvað gerðist þetta ár. Bókin er byggð upp þannig að það er einn kafli per leik og eru kaflarni mjög mislangir.

Mér fannst þetta afar skemmtileg lesning þar sem ég kannast nú við margar þessar tilfinningar þegar maður mætir á leikina, þó held ég nú að Grindvíkingar séu nú enn betri en Hfj í þessu þar sem þeir eru með 2000 manna völl í 2500 manna samfélagi, nokkuð gott það.
Já fyrir þá sem hafa áhuga og hafa dottið á leiki endrum eins þá mæli ég alveg með þessari bók, þetta er nú ekki löng lesning (sem betur fer fyrir íþróttafíkla sem eru ekki frægir lestrarhestar) en ágætis skemmtun.
Ég gef þessari bók 3 stjörnur af 5, en þykir líklegt að EE hefði gefði henni 1 stjörnu þar sem hún "skilur" ekki þessa áráttu mína.
Einnig datt oft inn í haus minn hugsunin um þegar ég og Hjölli ætluðum á leikinn í Grindavík í sumar þar sem við heyrðum á miðri leið að honum hefði verið frestað vegna veðurs, en þá var stormur í Grindavík og ég og Hjölli í gúmmara á leið á leik.

Einnig er ég nýbúinn að lesa bók sem heitir The Goal, það tók mig langan tíma að lesa hana þar sem ég var nú yfirleitt að glugga í hana, en þetta er bók sem ég mæli eindregið með fyrir fólk sem vinnur við að skipuleggja hluti eða hafa áhuga á því eða hafa áhuga á framleiðslu in general. Gef þeirri bók 4 af 5 stjörnum, mikil snilld þar og hefur gagnast mér gífurlega í starfi.
    
Sammála um The Goal, mjög skemmtileg aflestrar og las hana á örfáum dögum. Mæli eindregið með henni. Önnur svipuð bók um framleiðslu heitir Gung Ho og er líka ágæt (en Goal er samt betri).

gkth
13:53   Anonymous Nafnlaus 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar