miðvikudagur, desember 01, 2004
|
Skrifa ummæli
Úr mbl:
Kylie vill vera laus við frægðina
Ástralska söngkonan Kylie Minogue segist gjarnan vilja vera laus við að vera þekkt andlit, að því er fram kemur hjá Ananova.


Maður heyrir einstaka sinnum í fréttum að hinir og þessi celebs (eins og maður segir stundum) eru að segja að þau vildu helst sleppa við frægðina og lifa venjulegu lífi og Becham sagði þetta t.d. um daginn. Samt gerir þetta fólk allt til að fá athygli, þ.e. taka þátt í allskonar dóti sem vekur athygli, láta taka myndir af sér í blöðum o.flr. sem vekur athygli. Maður myndi halda að stúlka eins og Kylie gæti bara hætt að gera tónlist sem er gjörsamlega saumuð til þess að vera markaðsvæn og farið að gera eitthvað meira alvöru sem vekur ekki jafn mikla athygli. Eins gæti hún prófað að klæða sig í föt áður en hún glennir sig fram og aftur í myndböndunum sínum. Já, ég þoli ekki svona helvítis kjaftæði!

Húsbóndi úr miðbænum.
    
Líklegast þeir sem nenna að lesa athugasemdir þínar og þessa pistla sem eru aldrei fuglur né fiskur niðurrifsplebbanæpan þín!
15:23   Blogger Joi 

Ég verð nú að mótmæla aðeins hér, þó að hún segist ekki vilja frægð þýðir samt ekki að að hún vilji hætta einu besta djobbi í heiminum. Ég held að hún geri sér fyllilega grein fyrir að hún geti farið að skúra gólf í Arizona og verið anonymus, en eins og ég skil þetta þá vill fólk vera frægt en líka vera látið í friði. Eitthvað sem er afskaplega erfitt. Varðandi það að hún sé að dilla rassinum í myndböndum, þá snýst þetta líka um að hún er að semja tónlist og hún er að selja tónlist og þar sem lögin hennar eru nú ekki beint merkileg flest, þá verður að nota öll ráð til þess að eignast fullt af pening og útlit hennar er einmitt það sem er að virka fyrir Kylie.
Þ.a. ég tel þetta vera nokkra einföldun hjá þér Jóhann þó að þú hafir margt til málanna að leggja og er ég nú nokkuð viss um að bæði Kylie og sérstaklega Beckham gæti nú farið aðeins rólegar í sína promotion.
17:06   Blogger Árni Hr. 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar