þriðjudagur, desember 14, 2004
|
Skrifa ummæli
Eminem - Encore
Nýr gagnrýnandi/pistlahöfundur er hér með frumraun sýna og mun hann gagnrýna nýjustu Eminem plötuna möðefökkasss! Hann heitir Burkni og er hlaupari og sixpacker.

Eftirfarandi er umfjöllun um nýju plötu Eminem, Encore, sem Jóhann var svo góður að nið... ööö ... kaupa handa mér nýlega. Umfjöllunin verður hér á því sniði að lauslega verður fjallað um hvert lag í samhengi plötunnar og síðan reynt að lýsa heildarmyndinni.

1. Curtains up
Inngangur - Em gengur á svið.

2. Evil Deeds
Erfiðri æsku Em gerð skil, e.t.v. á öfgafullan hátt. Endað á orðunum "Till I pass 50 back the baton, the camera's on, my soul is gone" ... má skilja sem svo að hann líti á 50cent sem arftaka sinn.

3. Never Enough
Nokkuð þétt lag með aðstoð 50cent og Dr. Dre, í raun er talað um líf rapparans og andstæðingar hvattir til að skorast ekki undan.

4. Yellow Brick Road
Aftur kemur Em að æsku sinni og erfiðu þroskaferli rapparans. Nokkuð góður texti, taxtur í meðallagi.

5. Like Toy Soldiers
Hér er rætt um afleiðingar meiðyrðinga í rapplögum og þýðingu þess fyrir Em, félaga hans og plötufyrirtæki, Shady Records. Undirspilið einstaklega skemmtilegt, tekið úr samnefndu lagi frá 9. áratugnum.

6. Mosh
Líklega beinskeyttasta lagið á plötunni, ásamt því að vera það drungalegasta. Hér ræðst Em að Bush og stjórnarháttum hans, auk þess að hvetja fótum troðna hópa í Ameríkunni til að safna liði og standa upp gegn einræðisherranum.

7. Puke
Sígilt umfjöllunarefni - fyrrverandi kærastan, Kim. Mjög harður texti og ógeðfellt undirspil (æluhljóð).

8. My 1st Single
Mjög ómálefnalegt og sundurlaust lag um hvað hann sé frábær og aðrir ömurlegir, nokkrir fyndnir punktar, t.d. um Britney og Justin á Mickey Mouse Club - árum sínum.

9. Paul (talað)
Paul á líklega að vera umboðsmaður Em og skilur hér eftir skilaboð á símsvara hans þess efnis að Michael Jackson sé ekki skemmt yfir útreið sinni í myndbandinu við lag 13, auk þess sem hann spyr Em hvort nokkuð sé til í því að hann sé kominn með nýja byssu. Nokkuð skondið.

10. Rain Man
Hér gefur Em í skyn að frægðin hafi heilaskemmandi áhrif í annars heldur óheildstæðum texta. Tónlistarlega ekki mjög skemmtilegt lag en inniheldur mjög skondinn kafla þar sem hann bregður sér í gervi bókstafs-Biblíutrúarmanns í umfjöllun um samkynhneigð.

11. Big Weenie
Þetta venjulega um að Em sé bestur og að þeir sem tali illa um hann séu ekkert annað en öfundsjúkir.

12. Em calls Paul (talað)
Svar Em við lagi nr. 9. Hér talar hann inn á símsvara Paul, og það með e.k. raddgervli. Í hálfa mínútu tekst honum að spinna mál sitt nær eingöngu úr lagatitlum með M. Jackson.

13. Just Lose It
Fyrsta smáskífulagið af plötunni, ætti ekki að þurfa að kynna fyrir neinum. Um er að ræða nokkurs konar hanastél, þar sem víða er vegið að Michael Jackson fyrir meint brot gegn börnum. Þetta á sérstaklega við myndbandið, sem hefur orðið tilefni til meiðyrðamála. Em fær bæði lánað hjá og gerir grín að sjálfum sér hér. Lagið hefur heilmikið skemmtigildi en virkar hálfhraðsoðið.

14. Ass Like That
Mjög skemmtilegt lag þar sem Em bregður sér í gervi araba (af framburði að dæma) sem er hálfgerður perri og ofsóttur af lögreglunni - áróður á ofsahræðslu BNA-manna við hryðjuverkamenn.
Uppfært: Em er í hlutverki móðgunarhundsins Triumph ... gerir þetta ekki eins fyndið og fyrri misskilningurinn, en líklegast hefndaraðgerð hjá Em eftir að Triumph drullaði yfir hann.

15. Spend Some Time
Lag í rólegri kantinum, Em, 50cent, Obie Trice & Stat Quo fjalla hér um kynni sín af kvenfólki, óhætt er að segja að í textanum komi fyrir kvenfyrirlitning.

16. Mockingbird
Eins nálægt og Em kemst því að semja hugljúfa ballöðu, og að sjálfsögðu er umfjöllunarefnið dóttirin Hailie Jane, en lagið er n.k. uppgjör við yngri ár hennar og upphaf ferils Em. Mitt atkvæði sem besta lag plötunnar, þó það sé heldur flatt tónlistarlega.

17. Crazy In Love
Undarlegur, ofbeldisfullur og geðsýkislegur ástaróður til kvenmanns. Heldur slakt lag.

18. One Shot 2Shot
Ofbeldislag af gamla skólanum.

19. Final Thought
Millikafli.

20. Encore/Curtains Down
Hér fellur tjaldið, annaðhvort bara á plötunni eða í víðara samhengi. Hér fær Em aðstoð frá helstu félögunum og útkoman nokkuð áheyrileg.


Á heildina litið er platan sterk og skemmtileg áhlustunar. Þó er varla hægt að segja að hún sé sérlega aðgengileg og þar með þori ég ekki að ábyrgjast hana fyrir Eminem-byrjendur. Tónlistarlega er hún líklega ekki eins frumleg og oft áður en textarnir nokkuð góðir. Höfundareinkennin eru sterk. Em heldur uppteknum hætti með vísanir í verk annarra (tónlistarmanna), líkt og sjá má af titlum laga 4,5,10,16 og 17. Hann fær helstu félaga sína víða í heimsókn (D12, 50Cent, og sérstaklega Dr.Dre) og eykur það á fjölbreytnina. Em fer ekki nærri því eins illa með móður sína og oft áður, þó Kim fái það mjög illilega óþvegið í 'Puke'. Einnig má segja að minna sé um beinskeytt ofbeldi en t.d. á Marshall Mathers-plötunni. Drunginn er þó alltaf undirliggjandi. Ekki er hægt að segja að andagiftina skorti, öll 20 lögin eru þétt af texta. (2faldur diskur) Vonandi ætti það að slá á orðróma um að Em hyggist leggja hljóðnemann á hilluna, þó mörg smáatriði bendi til þess.
    
Glæsilegt blogg, ánægður með að sjá þessa gagnrýni, þó ég sé ekki sjálfur mikill aðdáandi Em (og rapps í heild sinni í raun) þá er þetta skemmtileg lesning og hvet ég pistlahöfund til að koma með fleiri dóma í framtíðinni.

Einnig fær Jóhann + í kladdann fyrir uppestningu og mynd...
17:40   Blogger Árni Hr. 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar