þriðjudagur, desember 07, 2004
|
Skrifa ummæli
Morgunn
Jæja þá er maður mættur snemma og því tími í stutt blogg. Mætti fyrir 8 sem er nú ekki algengt þessa dagana, en EE þurfti að mæta snemma í skólann og því fór ég snemma af stað.

Ég vil taka það fram að ég þakka Jóhanni og fleiri AGR mönnum fyrir mig á laugardaginn, þetta var mjög fín byrjun á ágætis kvöldi. En svona rétt til að summera upp kvöldið:

Fór til AGR strákana og fékk mér 2 bjóra yfir boltanum áður en ég hélt til yfirmanns míns og fékk mér einn öl þar á meðan hann gerði sig tilbúinn til að fara af stað. Nú við mættum á jólahlaðborðið upp úr 7. Síðan gerðist nú ekki meira en það að tíminn flaug áfram og áður en ég vissi af þá var klukkan orðin 1 og allir á leiðinni í burtu, sumir niður í bæ og aðrir heim á leið. Eins mikið og mér fannst ég tala við fólk, þá finnst mér ég ekki hafa talað við neinn sem ég er að vinna með, eyddi mestum tíma að tala við fólk sem ég kannaðist lítið við.
Nú flestir fóru í bæinn og ansi margir á NASA, ég ákvað að fara ekki þangað heldur hélt í smá partý sem var í raun ekki frásögum færandi og því endaði ég aftur niðri í bæ og rölti þar í nokkra stund áður en heim var haldið.

Allt í allt ágætist kvöld, en þó ekkert sérstakt. Var hins vegar frekar þreyttur á sunnudeginum.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar