þriðjudagur, desember 21, 2004
|
Skrifa ummæli
Skárri en í gær og Shadow Divers
Ekki mikið að frétta, en ég er semsagt enn hér hjá mömmu og pabba í Hafnarfirði. Hálsinn er aðeins skárri en í gær og ég borðaði súpu og spaghettí með tómatssósu í kvöldmat og jógúrt í eftirrétt, én ég fékk mér líka jógúrt í hádegismat. Fer til læknis á morgunn og ætlar hann að skoða mig svo þarf ég líka að fá einhver vottorð um að ég hafi verið veikur, annars fæ ég bara tómt launaumslag.

Var að klára bókina "Shadow Divers" eftir Robert Kurson. Bókin fjallar um nokkra kafara (en 2 þeirra eru aðalgaurarnir í bókinni og fjallar mest um þá) sem finna U kafbát 110 mílur frá New York á 210 feta dýpi (70 metrar). Þetta er mjög dularfullt flak því ekki eru til neinar heimildir um það neinsstaðar, en bandaríski herinn er með skrá yfir alla báta sem þeir hafa skotið niður og staðsetningar á þeim, en þessi var ekki á þeirra skrám. Þessi kafbátur passaði ekki inn í neitt sem skráð hefur verið og því þurfti all margar kafanir að þessum báti til að reyna að finna út hvaða bátur þetta væri, en innanborðs voru allt fullt af beinagrindum og á hliðinni var stórt gat eftir einhverskonar sprengju. Flakið finnst árið 1991 og hefst sagan þá, en þar sem að mjög erfitt var að auðkenna flakið þá tók það 6 ár og fjöldann allan af köfunum og létust 3 kafarar við þessa vinnu, en 2 af þeim voru feðgar (22 ára og 39 ára).
Bókin er mjög vel skrifuð og fjallar ekki bara um þessa kafara, heldur eru kaflar sem lýsa vel hvað djúpköfun er og hvað getur farið úrskeiðis og eru nefnd nokkur dæmi því til stuðnings. 2 kaflar í bókinni fjalla um sögu aðal kafaranna frá því að þeir voru bara börn og hvað í rauninni réði því að þeir fóru út í það að kafa. Annar þeirra, John Chatterton, var "medic" í Víetnam stríðinu og var víst alveg snar þar, því hann fórnaði sér algjörlega í þetta starf (en hann var sjálfboðaliði sem bað um að fara til Víetnam) og bjargaði mörgum mönnum úr fáranlegustu aðstæðum, þar sem að hann hljóp í gegnum kúlnahríð út á víðavangi til að sækja menn. Þá var hann aðeins 19 ára. Eftir 12 mánaða herskildu í Víetnam fór hann heim í 2 vikna frí því hann var á leiðinni aftur út í 6 mánuði til viðbótar sem sjálfboðaliði. En hann var orðinn svo skemmdur að hann var bara sendur til læknis. Át og svaf á gólfinu og talaði ekki neitt. Eftir smá tíma fór hann að tala og þá bara um öskrandi menn sem höfðu misst útlimi eða voru að drepast, um hungur, um þegar hann drap einhvern í fyrsta skiptið og svo varð hann aftur þögull.

Maður kynnist persónum bókarinnar mjög vel og fjölskylduhögum þeirra, en einnig eru myndir af þeim helstu og þeim sem fórust. Einnig eru myndir af þeim sem voru um borð í kafbátnum og saga nokkra þeirra rakin og þá sérstaklega sá tími sem var rétt áður en þeir héldu af stað í sína hinstu för.
Hér til vinstri má sjá aðalsögupersónur bókarinnar, Richie Kohler vinstra megin og John Chatterton hægra megin. Báðir gengu í gegnum mikla erfiðleika á meðan þessari rannsókn á uppruna kafbátsins stóð og misstu þeir sameiginlegan vin úr drykkjuskap og fjölskyldulíf þeirra beggja var í molum. Annar þeirra misti konuna sína, en hún var myrt af fyrrverandi kærasta og var hún þá ófrísk og komin 8 mánuði á leið. Eða eins og segir á bókarkápu "Two Amerikans who risked everything to solve one of the last mysteries of World War II" og eru það virkilega orð að sönnu, en þeir eyddu öllum sínum frítíma í bókarlestur, kafanir og rannsóknarvinnu í nokkur ár, en hundsuðu allt fjölskyldulíf.

Gríðarleg heimildarvinna var unnin við smíði bókarinnar og hefur höfundurinn sennilegast verið rætt við um 100 manns (nennti ekki að telja, en hann telur alla upp) auk þess sem hann las aragrúa bóka um köfun og U-kafbáta. Hans helstu aðstoðarmenn voru að sjálfsögðu þessir 2 aðal kafarar sem bókin fjallar mest um, en auk þess ræddi hann við fjöldan allan af öðrum köfurum sem komu við sögu, ásamt ættmennum þeirra, eiginkonur og fyrrverandi eiginkonur kafaranna og börn þeirra. Einnig fór hann til þýskalands og ræddi við börn, fyrrverandi kærustur og bræður og systur þeirra sem voru um borð í bátnum. Einnig var rætt við einn mann sem átti að vera um borð í bátnum, en komst ekki með í förina vegna veikinda. Sagan endar í júlí 2003 þar sem hún segir frá því hvað kafararnir eru að bardúsa á þeim tíma og hvað þeir hafa verið að gera eftir að þeir báru kennsl á kafbátinn.

Hægt er að lesa meira um þennan kafbát á síðunni uboat.net (slóðin vísar beint á bátinn)
Einnig hægt að lesa meira um bókina á heimasíðu höfundarins: www.robertkurson.com

Þessi bók er með þeim áhugaverðari sem ég hef lesið og fær mann virkilega til að lifa sig inn í söguna og get ekki gert annað en gefið henni fullt hús stiga (en hærra verður ekki gefið)
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar