miðvikudagur, desember 15, 2004
|
Skrifa ummæli
Auglýsingar
Ég er nú ekki mikill aðdáandi auglýsinga, nema kannski bíótrailera. Yfirleitt skipti ég um stöð þegar auglýsingar birtast á skjánum. Ein auglýsing fær mig nú yfirleitt til að glotta út í annað, en málið var þannig að um daginn var ég á baðherberginu að raka mig, sjónvarpið var í gangi einhverjar leiðindaauglýsingar í gangi sem eru að sjálfsögðu að tröllríða okkur þessa dagana með jólunum.
Allt í einu heyri ég kórútgáfu af laginu Silent Night og læddist þá yfir mig glottþar sem ég þóttist vita hvað var þar á ferð, ég skrölti fram með hvíta jóla"skeggið" framan í mér og kíkti á auglýsinguna. Þar var verið að sýna Síma auglýsinguna með Popp TV strákunum, en þær auglýsingar finnst mér alveg stórskemmtilegar og eru Sveppi og Pétur bara nokkuð flottir sem ljótar stelpur, Auddi er nú bara skrýtinn, frekar eins og draggari. Ég fæ bara ekki leið á á þessum auglýsingum.

En boðskapurinn var nú sá hjá mér að ég vildi endilega nefna hvesu fínar Popp TV símaauglýsingarnar almennt eru og finnst mér þessar stórskemmtilegar og sérstaklega sú sem kom fyrst með þráðlausu tenginuna, Pétur er alger frekju "dúlla" þar...
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar