þriðjudagur, desember 28, 2004 Joi |
09:04
|
Perlan
Jæja, þá er komið að Perlunni enn eitt árið og allt í lausu lofti með skipulag eins og gengur og gerist. Vaninn hefur verið að hittast heima hjá mér fyrir Perluna og myndi það alveg ganga nema það að íbúðin er full af dóti eftir jólavertíðina og því spurning að hafa einn fordrykk bara á Thorvaldsen (Long Island Icetea)?
Hvað með Pool eftir jólasnæðing (Pálmi, Guðjón hvað segið þið?)?
|
Ég veit að Guðjón er heitur fyrir smá Pool eftir snæðingin, spurning með fyrir snæðing, þetta þýðir að við náum þá ekki spili, hvenær er þá mæting osfrv.
10:11 Árni Hr.
Við getum líka verið heima hjá mér - nenni bara ekki að taka til. Hvaða spil voru menn að tala um?
10:12 Joi
Vertu ekki svona mikill öryggisfíkill - fínt að brjóta þetta aðeins um og snobbast á Thorvaldsen.
10:19 Joi
Ég vitna nú bara í S um daginn, við verðum ekki ofklæddir, heldur eru það hinir sem eru ekki nægilega snyrtilega klæddir (something like this). Varðandi fordrykkinn þá er mér alveg sama, ég skil vel ef Jóhann nennir ekki að laga til eftir jólaörtröðina, legg þetta algerlega í hans hendur. Treysti á að PP og JG komi upp með eitthvað snilldarplan sem involveri bæði fordrykk og pool á eftir :)
10:20 Árni Hr.
Þetta er planið: 18:00 Mætt á Thorvaldsen og snobbast og spilað sig stóra. 20:00 Haldið í Perluna og fengið sér fordrykkur og spilað sig stóra. 23:00 Haldið á búlluna og spilað sig með almúganum og þar verður jólamót Slembara (eða hvað þessi félagsskapur heitir). 01:00 Haldið heim á leið.
10:23 Joi
... auk þess man ég ekki til þess að við séum vanir að spila fyrir Perluna - höfum gert það einu sinni og náðum ekki að klára spilið ;-)
10:24 Joi
Ég er svo sem sammála PP með að mæting hjá Jóa sé nú skemmtilegri, en í ljósi aðstæðna þá gerist það ekki í ár. Er ekki nóg að mæta um 18.30 fyrst við ætlum að fá okkur einn fordrykk áður en haldið er í Perluna, þetta er nú bara 30 mín drykkur, ég held að það sé nú ekki margir á þessum tíma á Thorvaldsen hvort sem er. Auk þess ætlum við að fá okkur annann drykk þegar komið er uppeftir í Perluna.
10:26 Árni Hr.
Ég leyfi ykkur að ráða staðsetningu - mér finnst persónulega flottara að mæta úti í bæ í fordrykk, meiri heimsborgarabragur á því ;-) Sonja verður í brúðkaupi og því ekki heima í ritgerðasmíði og því verðum við ekki að trufla annað en draslið ef við höldum þetta heima. Ég er líka bíllaus og nenni ekki að fara í ríkið og kaupa eitthvað dót og sulla saman fordrykkjum.
10:30 Joi
... Hjölli er líka varla mikið fyrir að sulla saman víni þar sem hann getur ekki verið að drekka sjálfur. Af hverju getum við ekki verið í tvo tíma á pöbb áður en við förum á Perluna?
10:32 Joi
Við skulum ekki vera að flækja þetta meira, í ljósi aðstæðna Jóhanns þá er best að hittast á Thorvaldsen, mæting á milli 18 og 18.30. Reikna nú með því að ég, Guðjón, Oddgeir og PP komum í sama bíl hvort sem er.
10:34 Árni Hr.
Mér líst ekkert of vel á tveggja tíma pöbbaferð áður en farið er í fjögra tíma matarveislu. Ég verð væntanlega í samfloti með fleirum þannig að þetta er ekki alfarið í mínum höndum, en hefði haldið að klukkutími á pöbbnum fyrir mat væri temmilegt.
Oddgeir
10:46
Voðalega eru menn orðnir gamlir að geta ekki setið lengur en klukkutíma áður en farið er að borða ... held að við ofreynum okkur nú ekkert að því, eða ég veit ekki hvernig við förum að því :-)
10:59 Joi
Þar sem Jóhann hefur ávallt séð okkur fyrir fyrsta fordrykk kvöldsins þá er við hæfi að hann verði búinn að ákveða fyrir hópinn hvað mun brjóta ísinn þetta kvöld á Thorvaldsen. Að sjálfsögðu er það einn fyrir alla og allir fyrir einn.
11:06 Árni Hr.
*** LONG ISLAND ICETEA ***
11:07 Joi
Excellent choice, minni líka menn á að suitari er ekki option fyrir þetta kvöld, hann er skylda. Að mínu mati þá er bindi líka nauðsyn - en ætla ekki að þvinga alla í það en mun mæta sjálfur með bindi.
11:09 Árni Hr.
Bindi eru fyrir nörda og uppskafninga ... mætum allir með bindi!!! Er samt ekki viss um að ég mæti með bindi, ætla a.m.k. að vera í hvítri skyrtu og jakka.
11:10 Joi
Mér finnst að hér eigi að ríkja bankareglur og því bindisskilda. Annars gætu menn haldið að hér væru starfsmenn veðurstofunnar á ferð eða einhverjir tölvunerðir og það viljum við ekki.
Oddgeir
12:03
miðað við að ég fæ mér bara óáfengan fordrykk (og ætla ekki að drekka marga slíka) þá verð ég nú að segja að 2 tímar í fordrykk er doldið mikið, klukkutími væri nærri lægi (svo að þeir sem drekka áfenga drykki geti slappað af við drykkju (ættu að nást amk 2 drykkir á þeim tíma). Einnig er fordrykkur í Perlunni, en þar mun ég einnig bara drekka eitthvað af léttara taginu, en hyggst aftur á móti fá mér smá glögg með matnum, e.t.v. rauðvín, en þó ekki mikið. Pool eftir jólasnæðing hljómar aftur á móti alveg ágætlega, þ.e. ef menn geta þá hreyft sig, annars verðum við bara að fara í "frúnna í Hamborg" eða "ég hugsa mér hlut"
14:03 Hjörleifur
Ég held að menn séu nú að mikla þennan tíma, við hittumst allir einu sinni á ári sennilega og finnst mér allt í lagi að eyða aðeins meiri tíma í að spjalla og vera ekki að velta okkur upp úr 30 mín til eða frá. Ég skil vel að Hjölli ætli nú að taka því rólega, en það breytir því ekki að maður getur nú alveg spjallað við félaga sína ódrukkinn í 30 mín í viðbót.
14:13 Árni Hr.
|
|