fimmtudagur, mars 02, 2006
|
Skrifa ummæli
Íbúð og út að borða með aðdáendaklúbbi Jóa
Gærdagurinn var góður.

Við Sonja skrifuðum undir kaupsamning af Leifsgötu 16 og núna erum við orðnir eigendur af þeirri ágætu íbúð. Langamma mín bjó á Leifsgötu þannig að það má segja að hluta til að ég sé kominn heim. Við erum mikið að pæla í því hvernig við ætlum að hafa íbúðina, þ.e. hvernig við ætlum að innrétta, hvort við ætlum að gera breytingar á henni o.s.frv. Við höfum einnig verið að skoða sófasett, langar báðum í flottan hvítann leðursófa sem myndi passa vel við gömlu "retro" stólana okkar í stofunni.
Stofan er tvískipt og ég fékk þá hugmynd í hausinn að innrétta annan helminginn eins og lítið kaffihús, þ.e. lítinn skenk í horninu, tvo kaffihúsaborð á gólfinu o.s.frv. Veit ekki hvort þetta er praktískt en ágæti hugmynd engu að síður.

Sáum t.d. þennan stól í gær sem er sýndur með þessi bloggi sem okkur langar mikið í - held að þetta sé einhver fræg hönnun og verðið eftir því en fallegur er hann! Reyndar spurning hvort maður sé ekki kominn of langt í efnishyggjuna en ég hef nú samt áhuga á að gera íbúðina soldið flotta.

Við héldum upp á undirskriftina með því að fá okkur að borða á bæjarins bestu eins og sönnum miðjbæarrottum.

Um kvöldið fórum við og fengum okkur drykk á Victor með aðdáendaklúbb mínum ;)
Svo er mál með vexti að ég fékk á síðustu helgi tölvupóst (sem ég setti hérna inn) frá ensku pari sem sagðist hafa fylgst með myndasíðunni minni lengi og ákveðið að koma til Íslands útfrá því. Þau vildu hitta mig og við Sonja fórum því og fengum okkur drykk með þeim. Við sátum með þeim í 3 klst og var það mjög gaman, skemmtilegt fólk sem gaman var að tala við og ótrúlegt hvað alnetið getur leitt fólk saman.
Þegar heim var komið tékkaði ég á tölvupóstinum mínum og sprakk úr hlátri því ég var kominn með tölvupóst frá einhverjum öðrum sem byrjaði svona: "I very much like your photographic work, it has inspired me to want to visit Iceland.".
    
já hvernig er það fyrir papparazza að vera orðinn frægur, lendir þú þá ekki bara í öðrum papparözzum (hmm... ætli þetta geti nokkuð misskilist)??
13:26   Blogger Hjörleifur 

Til hamingju með nýju íbúðina, verður spennandi að sjá hvernig innlit/útlitsmálin þróast. Þú ert nú orðinn soddann bóhem að efnishyggjan hlýtur að vera í bakgrunni :)
Gaman að sjá að þú hefur nógan tíma í aðdáandaklúbbinn þinn, þarf maður sem sagt að ganga í hann til að ná að hitta þig fyrir utan tippfundstímann :)
13:27   Blogger Árni Hr. 

Takk, takk.

Við fáum íbúðina 1. maí, kannski fyrr en ég býst síður við því að það verði fyrr. Veit ekki alveg hvenær við flytjum inn, fer eftir því hvort við ætlum að gera einhverjar breytingar, kemur í ljós síðar.
23:03   Blogger Joi 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar