fimmtudagur, mars 09, 2006
|
Skrifa ummæli
England
Ég er enn í Northallerton, en í gær skruppum við Matthew í bíltúr til Redcar, þar sem ég keypti smá kafaradót sem ég þarf að hafa með mér til Egyptalands. Til að komast til Redcar þurftum við að keyra í gegnum Middlesbrough, sem ég verð bara að segja er sú allra ljótasta borg sem ég hef nokkurntíman augum litið. Í borginni eru að mér sýndist 2 kjarnorkuver auk fullt af öðrum mjög stórum verksmiðjum með háum turnum sem m.a. spúa eldi og eiturgufum út í loftið og mengunin var hreint út sagt óhugnaleg og maður fann sterkann fnyk af einhverskonar efnum bara á því að keyra í gegnum borgina. Rétt við borgarmörkin var svo ein verksmiðja, umlukin gasfnyk og hafði maður það á tilfinningunni að ef einhver kveikti á eldspítu þarna þá myndi allt loftið breytast í einn eldhnött, en umhverfið í kring var mjög dautt og vottaði ekki fyrir neinu dýralífi, heldur bara mýri og drasl. Ég var svo gáttaður á þessu að ég tók engar myndir. Miðað við andrúmsloftið þarna þá er ég frekar hissa á því að borgin eigi lið í efstu deildinni, nema að leikmennirnir búi einhverstaðar annarstaðar og komi til borgarinnar aðeins til að spila í 90 mínútur og fari svo í súrefnismeðferð strax á eftir.

En ég er líka búinn að skreppa til York (víkingaplássið), Darlington, Seaton Carew, en sá staður var eitt sinn einn af fallegustu stöðum Englands, lítið sjávarpláss með fallegri strönd, Matthew lék sér þarna sem krakki og vildi því sýna mér staðinn. En það er þetta með litla bæi út á landi að það þarf að byggja upp atvinnulíf. Og hvað er betra en stóriðja. Svo það var byggð stór verksmiðja þarna, en það virtist ekki vera nóg svo það var byggð önnur stór verksmiðja og í dag er þetta bara dapur draugabær og hættir sér enginn þar út á kvöldin af ótta við ræningja eða eitthvað þaðan af verra. Allur gamli sjarminn sem var á þessu litla sjávarplássi er gjörsamlega horfinn og það er eins og menn séu ekki einu sinni að reyna að gera bæinn fínan og er málningin t.d. flögnuð af á mörgum stöðum og þetta er allt eitthvað svo dapurlegt. Fyrir nokkrum árum bjó milljónamæringur þarna og fór hann í bíltúr með kærustunni, en þegar hann steig út úr bílnum á bílastæðinu við ströndina þá réðust á hann ræningjar og rændu honum og heimtuðu lausnargjald og veit ég í rauninni ekki hvernig þetta endaði, en semsagt í dag er þetta semsagt bara sorglegur draugabær umlukinn ljótum stórum verksmiðjum og mikilli mengun. Nákvæmlega það sem Íslendingar eru að gera núna. Byggja stórar verksmiðjur til að bjarga litlum þorpum út á landi, sem enginn vill svo búa í því það er svo stór og ljót verksmiðja við bæinn. Jæja, það þýðir ekkert að svekkja sig á svona hlutum, maður fær ekkert betri stjórn en maður kýs yfir sig.

Ætli það endi ekki þannig að þeir sem hafa efni á því flytji frá Íslandi til heitu landanna og komi svo bara heim við og við til að athuga hvort ástandið sé eitthvað betra en síðast.

Læt þetta gott heita í bili
    
Er þetta ekki bara ein hlið af teningnum Hjörleifur, fólk þarf að lifa og það gerir það ekki nema að hafa vinnu og ef enga vinnu er að hafa þá þarf stundum stóriðjur á svæðin. Það er rétt að þetta er ekki fallegt og virkar kannski ekki alltaf, en er betra að allt fólkið hefði bara flutt til stærri borga þar sem það vildi hvort sem er ekki vera. Ég held að bæjarstjórnir í svona bæjum eru að gera þetta vegna þess að fólk vill vinnu og vill vera þarna og eina leiðin er að skapa verðmæti og atvinnu - það geta ekki allir lifað af ríkinu í UK :)
15:36   Blogger Árni Hr. 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar