sunnudagur, mars 12, 2006
|
Skrifa ummæli
Kárahnjúkar
Við Sonja "skruppum" upp á Kárahnjúka um helgina og lögðum við af stað á fimmtudagskvöldið og vorum komin rúmlega sólarhring síðar. Við komum síðan aftur í bæinn núna seinnipartinn. Við keyrðum þetta á Subaru Impreza og var þetta alveg frábær helgi verð ég að segja.

Í Kárahnjúkum vorum við í fríu fæði og húsnæði og fengum síðan að fara með verkstjóra um vinnusvæðið við stífluna og fórum við bæði upp á stífluna, sem er orðin ansi há, og í gegnum göng neðst í hana og allt í kring. Ég held að við höfum verið ansi heppin því venjulega fá ekki nema þeir sem eru að vinna þarna að fara svona víða um svæðið og ekki nema að þeir séu að vinna akkúrat á viðkomandi svæðum. Ég verð að segja að það að sjá þetta svona með eigin augum og fara ofaní göngin og slíkt var mögnuð upplifun.

Ég ætla að setja saman ferðasögu og henda inn myndum í vikunni en hérna koma nokkrar að handahófi frá ferðinni austur.


Við Reynisfjöru.


Þessi hundur tók ástfóstri við Sonju við Reynisfjöru og elti hana út um allt. Þegar Sonja settist fór hann nánast í fangið á henni eða stóð með framlappirnar á bakinu á henni. Við vorum að gæla við að taka hann bara með okkur.


Einn flottasti sveitabær sem ég hef séð, Foss á Síðu.


Gamlir kofar.


Þessir rúllubaggar voru í röð í sandinum.


Grænn og blár.


Allskonar litir.


LU bíll.


Ég er orðinn ansi hrifinn af svona myndum, þ.e. litlir litir og snjór í fjöllum. Er að pæla í að stækka einhverja svona mynd í svona meters breidd og láta prenta hana á striga í nýju stofuna á Leifsgötunni.

Ég læt meira inn síðar og þá sérstaklega frá Kárahnjúkum.
    
flottar myndir - sérstaklega þessi fyrsta úr fjörunni...
09:42   Blogger jonas 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar