Kárahnjúkar II
Jæja, við erum aðeins byrjuð að fara yfir myndirnar frá Kárahnjúkum og hérna eru nokkrar myndir valdar af nánast handahófi en ég stefni á að setja inn á SmugMug svona 150 myndir þaðan á næstu dögum.   Fyrri myndin er af verkamanni upp á stíflunni og sú seinni af Unnari verkstjóra sem fór með okkur um svæðið.   Hérna er verið að vinna við að setja steypukápu á stífluna.  Konudeildin - þessar tvær konur vinna á völturum ofaná stíflunni.  Dekkin á þessum trukkum eru um 2m há.
|