Sund
Ægir litli hringdi í mig seinni partinn í gær og spurði hvort við ættum að gera eitthvað - ég náði því í hann í Hafnarfjörð og við fórum heim til mín, fengum okkur pylsur og horfðum á Simpsons og fórum síðan í Laugardalslaugina. Það var ansi magnað að vera í frosti og myrki í lauginni því það kemur svo mikil gufa upp af henni og skemmtileg lýsing geriri þetta nokkuð magnað. Ég er að spá í að fara og taka myndir þarna næst þegar aðstæður verða svipaðar.
|