Sharm el Sheikh
Er kominn aftur til Englands eftir viku í Rauða Hafinu (eða Red Sea, eins og það heitir á frummálinu). Var um borð í mjög flottum bát sem heitir Cyclone og var valin "livaboard" bátur ársins árið 2003. Við vorum vaklin kl. 6 hvern morgun og tekin ein köfun fyrir morgunkaffi. Eftir morgunkaffið var svo tekin önnur köfun og svo var snæddur hádegismatur. Eftir hádegismatinn var svo önnur köfun og svo var alltaf ein næturköfun í lokin, annað hvort fyrir eða eftir kvöldmatinn, eftir því hvernig stóð á. Ég læt hér fylgja með nokkrar myndir frá síðustu köfunninni, en flestar myndirnar mínar eru á tölvunni hans Sigvalda og því fáiði ekkert að sjá neitt mikið meira fyrr en ég kem heim frá Englandi. Þessar myndir eru allar teknar rétt utan við Sharm el Sheikh.
|
Já, ég trúi því að þetta hafi verið stórkostlegt ævintýri. Ég sé að Guðmundur Geir hefur verið í sömu ferð og tekið nokkrar fínar myndir: Check it! Hann var að fara í annað skiptið og ég held ég skelli mér bara með þér þegar þú ferð aftur eftir nokkur ár.
Þarna er á einni myndinni einhverj spjátrungur að kafa og spurning hvort það sé Hjölli? Hvenær kemur annars foringinn heim?
22:31 Joi
|
|