föstudagur, mars 24, 2006
|
Skrifa ummæli
Sharm el Sheikh - nokkrar myndir í viðbót.
Vann aðeins úr nokkrum myndum sem ég hef hér, en þessar dökkur eru teknar í næturköfun og notaði ég aðeins ljósið sem ég var með, en ekki flass. Ég er enn bara að feta mín fyrstu spor í neðansjávarmyndatöku, en ég fer til Grikklands í vor og þá mun ég taka fleiri myndir í efstu metrunum, en þar er ljósið meira og betra, þ.a. litirnir verða betri. Í þessari ferð var ég oft á um 20 m dýpi þar sem að ljós til myndatöku er ekki sem best og verða myndirnar því oft bláleitari fyrir vikið. En hér eru semsagt nokkrar í viðbót. Ég vil einnig benda á það að einn úr ferðinni lagðist óvart á ígulker eins og það sem sýnt er hér og fékk að mig minnir 26 stungur og allar eitraðar og brotnuðu broddarnir inn í löppinni á honum og var þetta frekar vont að mér skilst og ekki mælt með því að gera þetta. Þetta var einmitt í næturköfun og sá hann ekki ígulkerið enda eru þau svört. Á daginn skríða þau inn í holur og standa þá broddarnir bara út úr holunum.









    
Flottar myndir - þú ættir kannski bara að fara að sérhæfa þig í þessu.
18:50   Blogger Joi 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar