Kárahnjúkar - myndir
Jæja, einn hluti af ferðalaginu okkar á síðustu helgi er kominn inn á SmugMugið og eru það myndir frá Kárahnjúkum. Best er að skoða þetta með því að smella á SlideShow uppi í hægra horninu og þegar það byrjar og myndirnar birtast er ágæt að haka við valbox hægra megin við Caption efst til þess að sjá textann með myndunum (eða ýta á takkann "c" en hann gerir sama gagn). Kárahnjúkar
|
Fólk velur bara þá stillingu sem það vill nota, ég er ekki að banna neinum að nota journal stillinguna sem þér þykir greinilega best.
12:50 Joi
Ég ákvað að fara þangað til að skoða svæðið og taka myndir.
Ja, ég veit ekki hvort hver sem er geti farið, hugsa að þeir sem eru búnir að skrá sig á mótmælalista við framkvæmdina séu ekkert alltof velkomnir án þess að vita nokkuð um það. Ég talaði við stjórnendur hjá LV og kynnti ákveðið ljósmyndaverkefni sem ég er að vinna að og þeir tóku vel í það og þessvegna hafði ég kost á þessu. Við vorum líka heppin að fá Unnar því hann er ekki vanur að fylgja fólki um svæðið og hann fór með okkur á staði sem eru kannski ekki í alfaraleið fyrir gesti.
Unnar er að ég held sviðsstjóri yfir deild sem sér um steypuathuganir. Held að hann sé ekki með mikið af verkamönnum sem hann þarf að stjórna þannig að ég held að við höfum ekki tafið framkvæmdirnar neitt að ráði.
15:14 Joi
Þetta eru mjög skemmtilegar og flottar myndir og sýna sjónarhorn á þetta samfélag sem fæstir fá að sjá. Þótti þetta mjög áhugavert. En afhverju er Pétur Jóhann Sigfússon á bannernum hjá ykkur? :D
17:28
Takk, takk - ég fór aðeins aftur í gegnum þetta og henti út rúmlega 40 myndum sem voru annaðhvort endurtekningar eða máttu missa sín. Nú ættu men frekar að nenna að skoða þetta.
23:11 Joi
|
|