miðvikudagur, mars 29, 2006
|
Skrifa ummæli
Dauði tippklúbbs
Við Árni ræddum aðeins um það á síðasta fundi í tippklúbbnum að við vildum stokka þetta aðeins upp því þetta er orðið leiðigjarnt að tippa á t.d. 10 leiki úr fyrstu deild og það vantar smá spennu í þetta að okkar máli, en Pálmi var ekki sammála.

Ég segi fyrir mitt leiti að þetta er eiginlega ekkert spennandi og ég eiginlega hættur að hafa gaman af þessum seðlum sem við erum að taka. Þetta sýnir sig kannski í slæmri mætingu félagsmanna síðasta hálfa árið eða svo og mér finnst þetta vera að deyja út. Þetta átti líka að vera svona félagsskapur og menn að hafa gaman af þessu en það hefur ekki verið mikið tóm fyrir að setjast og fá sér kaffi og spjalla því menn eru oft að flýta sér eða mæta ekki.

Ég mæli því með að við stokkum þetta upp og hérna eru nokkrar hugmyndir hvernig við getum gert það:
1. Skipta í tvö lið og keppa innbyrðist, þ.e. hvort lið gerir sinn seðilinn.
2. Hætta með 1x2 og fara frekar í lengjuna (hjá betfare eða einhverju slíku) og taka nokkra leiki í hverri viku. Þetta myndir gefa þessu soldið nýja vídd því við yrðum að pæla í leikjum sem eru framundan og velja leiki. Það mætti þá t.d. hugsa sér að við myndum kannski taka 5-6 leiki og þá gæti maður jafnvel horft á flesta af þeim til að auka spennuna í þessu.
3. Veðja bara á ákveðna leiki með betfare.
4. Hætta þessu bara.

Ég veit að einhverjir verða ekki sáttir við þennan póst og mótmæla þessu og segja að þetta sé bara gott eins og þetta er (sennilega finnst einhverjum það) en ég hef bara ekki gaman af þessum seðlum sem við erum að taka, ég veit t.d. ekkert um lið eins og Sheff.Wed - Burnley sem eru á næsta seðli og hef bara ekki áhuga á að kafa svona djúpt í þetta að ég viti eitthvað um neðri deildir í Englandi.
    
Já margt til í þessu hjá honum Jóhanni, mér finnst við yfirleitt hittast og þurfum oft að keyra í gegnum seðil hratt vegna tímaleysis. Í mínum huga er þetta fyrst og fremst félagsskapurinn sem ég hef áhuga á, þó ég sé mikill áhugamaður um fóbó og tipp. Ég er alveg sammála því að við ættum að stokka aðeins upp í þessu, kannski væri sniðugt að ræða þetta nánar á næsta fundi þar sem flestir eru nú á landinu í þetta sinn.
Þessar hugmyndir Jóhanns er fínar, þær hafa sína kosti og sína galla það er alveg klárt mál, enda hefur núverandi kerfi það líka. Ég vil alls ekki loka á núverandi kerfi en ég vil samt að við endurskoðum þetta aðeins til að ná meiri spennu og áhuga, því þar er alveg rétt sem Jói segir að svo virðist sem mæting hefur dottið eitthvað niður undanfarna mánuði, hver svo sem ástæðan er (ég veit að ég hafði nokkuð góðar ástæður sjálfur í flest skipti).
Spurning að við ræðum þetta aðeins á næsta fundi og allir gefi sér smá tíma í þann fund.
11:45   Blogger Árni Hr. 

Önnur hugmynd væri kannski að taka sjaldnar og einbeita okkur þá að Meistaradeildinni, EM eða HM leikjum o.s.frv. þegar meira spennandi viðureignir en Colchester-Swindon eru á seðlunum, og spila þá með hærri upphæðir því þá verður meiri uppsöfnun? Hætta við þetta er reyndar að þá dettur þetta kannski bara uppfyrir þegar það þarf að skipuleggja fundina með óreglulegu millibili því menn eru jú misduglegir að skipuleggja eitthvað svona ;-)

Ég segi fyrir mitt leiti að ég nenni þessu ekki ef við stokkum þetta ekki upp, þ.e. að ef þetta verður nákvæmlega sama kerfi næsta vetur er alveg eins gott að gera bara eitthvað annað, eins og t.d. að hittast og horfa á leiki og fá sér einn öl eða sitja á kaffihúsi og semja ljóð eða .......
11:49   Blogger Joi 

Ég er reyndar ósammála því að hafa þetta sjaldnar, kosturinn við að hafa þetta vikulega er sá að það koma vikur sem maður kemst ekki og þá er leiðinlegt ef það líða margar vikur á milli þess að maður mæti. Frekar að hafa þetta vikulega en reyna að endurskoða fyrirkomulagið eitthvað.
Hvað segja aðrir tipparar um þetta mál.
11:52   Blogger Árni Hr. 

Já, þegar menn drífa seðilinn bara í gegn og fara síðan strax þá er tilgangurinn með klúbbnum kannski farinn, þ.e. að hittast og spjalla. Ég gæti alveg séð fyrir mér að við gætum tekið 1-1.5 klst í þetta og tipp væri bara hluti af þessu og jafnvel horft á hádegisleikinn öðru hvoru, t.d. Liverfools-Everton um síðustu helgi. Auðvitað er þetta ekki alltaf hægt, þar sem menn þurfa öðru hvoru að drífa sig, en svona inni á milli ætti þetta að vera hægt.
12:00   Blogger Joi 

Já ég er sammála þessu, auðvitað kemur það fyrir að maður hefur komið og viljað keyra seðilinn í gegn þar sem maður vill vera hluti af tippinu og það er alveg eðlilegt, en við erum yfirleitt á það mikilli hraðferð að maður er að borða og tippa í leiðinni (ég borða ávallt hádegismat og morgunmat á þessum fundum). En auðvitað er þetta ekki alltaf hægt, en í ljósi þess að við hittumst nánast bara á þessum dögum þá er nú allt í lagi að eyða smá tíma í þetta.
12:03   Blogger Árni Hr. 

Eitthvað rámar mig í það að við höfum verið með svipaðan leik í gangi þegar ég var á Króknum, en þá ákváðum við bara hvað hver og einn mátti eyða miklu í lengjuseðil og sá sem vann mest (eða tapaði minnstu) yfir mánuðinn stóð uppi sem sigurveigari þann mánuðuinn og svo tókum við líka út heildartöluna yfir önnina/veturinn.

Held ég að það væri ekkert svo galið að halda forminu sem við höfum nú þegar en minnka e.t.v. upphæðina sem við setjum í 1x2 og setja jafnvel helminginn í lengjuna og keppa innbyrðis í henni bara svona til hafa einhverja keppni í gangi þar sem að alltaf einhver okkar vinnur.

Við myndum leggja í púkk eða eitthvað slíkt svo að menn hefðu að einhverju að keppa og sigurveigarinn ynni þó alltaf eitthvað smá þó að hann tapaði í lengjunni.

Minnir að þetta hafi verið hluti af 7þrautarmótaröðinni fonrfrægu.
13:25   Blogger Hjörleifur 

Mér heyrist Pálmi og Hjölli vilja halda í þetta form, þ.e. 1x2 og finnst greinilega sumum þetta skemmtilegra en mér. Spurning hvort ég taki mér bara frí frá þessum klúbbi og komi bara síðar inn ef áhuginn glæðist - ég hef a.m.k. ekki gaman af því að pæla í leikjum í 1. deild þó aðrir hafi gaman af því og ekkert í því að gera.
14:21   Blogger Joi 

Ætli vandamálið sé ekki það að Pálmi o.flr. líta bara á þetta sem hóp sem lemur saman 1x2 seðli og búið en ég og aðrir sem meiri svona félagsskap til að hittast.

Ég er að vera uppiskroppa með sögur úr boltanum á milli þess sem Pálmi og Árni rúnka sér yfir því hverjir séu meiddir hjá Schrewsburry og hvaða stjóri tók við Colchester ... ég veit yfirleitt ekki einu sinni í hvaða deildum umrædd lið eru í, hvað þá meira. ;-)
14:42   Blogger Joi 

Ég get svo sem verið sammála því að til að mynda síðasti seðill var bara með 4 eða 5 úrvalsdeildarleikjum á og rest var 1 deild. Við erum ekkert að skoða þá deild sérstaklega vel og það á við alla myndi ég halda. Mér finnst í góðu lagi að við skoðum nýtt skipulag á þessu, eitthvað sem allir eru sáttir við, ef einhver einn dettur út þá finnst mér að við ættum að endurskoða þetta frekar en að það verði upplausn á hópnum.
14:58   Blogger Árni Hr. 

Af hverju heldur þú að maður nenni ekki að einbeita sér að seðlinum? Er það ekki útaf því að fyrirkomulagið er ekki nægilega spennandi?

Það er nú meira að segja það að undirbúa sig meira ef maður hefur bara engan áhuga á neðri deildunum, ég sé t.d. mig og Sigga ekki fara að gera það - það eina sem við tveir höfum lagt fram á þessum fundum undanfarið er að ég segi knattspyrnusögur og Siggi segir að Stoke sé djók ;-) Ég veit reyndar ekki hvar Siggi stendur í þessu máli en þið vitið sennilega hvar ég stend í því.

Ég er ekkert að pæla í árangri okkar í þessu, hvorki á úrvals- eða 1. deildinni, ég er bara að tala um að gera þetta allt skemmtilegra og lífga upp á deyjandi klúbb.
15:05   Blogger Joi 

Ég myndi nú vilja sjá þá tölfræði sem bakkar þetta upp hjá þér PP. Á síðasta seðli voru prem leikirnir nokkuð auðveldir en 1 deildar leikirnir voru ansi snúnir og hefur það marg oft komið upp á fundinum að allt geti gerst osfrv. Ég er alveg sammála því að gaman er að ræða um þetta en upplýsingar fyrir þessa leiki eru ekki á hverju strái eins og fyrir prem leikina, þú finnur ekki mikið scúbb um Burnley eða Coventry osfrv., við styðum ansi oft við síðustu 6 leiki og látum það duga. Já við getum undirbúið okkur betur en er það ekki málið, menn hafa ekki nægilega mikinn áhuga á þessum leikjum til að undirbúa sig betur. Ég tel mig nú lesa ansi mikið um þetta almennt, en ég fer nú sjaldnast og les á heimasíður Stoke osfrv. Ég er ekki að segja að þetta alslæmt en þetta gæti orðið mun betra. Ég held nefnilega að þú ert einmitt að benda á gallana í þessu - menn eru ekki að einbeita sér að seðlinum að því að þeim er kannski alveg sama hvort watfor eða wolves vinnur leikinn - skellum bara 40-30-30 á leikinnn og látum það gott heita.
15:06   Blogger Árni Hr. 

Mér sýnist að þetta snúist allt saman mest megnis um undirbúning fyrir laugardagsfundina, hversu áhugasamir eða ekki menn eru um 1. deildina. Við settum jú þá reglu einhverntíman að menn ættu einn 1. deildarleik og kynntu sér hann til að við þyrftum ekki allir að gera það því það væri svo leiðinlegt, en þetta hefur bara verið það leiðinlegt að menn hafa ekki einu sinni getað kynnt sér sinn eina leik. Við erum farnir að nota bara einhverja stuðla út í bæ til að tippa fyrir okkur á þessa leiki og því skipta þessir fundir eiginlega engu máli hvað seðilinn varðar og getum væntanlega bara alveg notað tölvuna til að gera þetta fyrir okkur og stofnað bara einhvern saumaklúbb sem hittist á laugardögum og drekkur kaffi, eða þá að við látum tölvuna tippa fyrir okkur og setjum svo saman okkar eigin seðla og hittumst svo þegar leikirnir eru og keppumst um það hver sé bestur. Held að við séum flestir heima hver í sínu skoti að fylgjast með leikjunum hvort eð er og því væri nú upplagt að reyna að hittast kannski frekar yfir leikjunum eins og við gerðum meira af áður fyrr frekar en að hittast bara fyrir leik.
17:03   Blogger Hjörleifur 

Já hvernig væri það að hittast endrum eins yfir einum og einum leik, hægt að fá sér kaffi, pizzu eða bjór eftir því hvað menn eru spenntastir fyrir.

Amk verður þetta hitafundur á laugardag - svo þarf að hafa árshátíðina eða aðalfundinn á næstunni.
17:14   Blogger Árni Hr. 

Ég held að það væri sniðugt.
17:18   Blogger Joi 

Svo er spurning um að þróa þetta bara eins og ég, Einar Valur og Ágúst gerðum, en við vorum með Lengjuklúbbinn Lengjubræður og hittumst alltaf eftir vinnu á föstudögum og tippuðum á lengjuna og drukkum smá bjór, þar til að undir vorið þá slepptum við bara lengjunni og drukkum meiri bjór og kom það miklu betur út.
17:22   Blogger Hjörleifur 

Hjörleifur er vitur maður!
17:29   Blogger Joi 

Finnst þér hugmyndir um breytingar á klúbbnum og að hittast meira yfir leikjum það að leggja hann niður?
21:45   Blogger Joi 

Mér líst stórvel á hugmyndir Sigga, þ.e. ef við hættum með þennan seðil og förum aðrar leiðir og tökum stóran laugardag einu sinni í mánuði.

Eru menn hættir að hafa áhuga á föstudagskvöldsfundunum sem áttu að vera annan hvern mánuð? Hvernig gengur árshátíðarnefnd að berja saman árshátíð?
21:40   Blogger Joi 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar