sunnudagur, mars 05, 2006
|
Skrifa ummæli
England
Jæja, þá er maður kominn til útlanda. Lenti semsagt um 18:30 í gær á Stansted. Og ég var svo forsjáll að kaupa lestarmiða á netinu með Stansted express til London. Svo þegar ég var búinn að sækja miðann minn í miðavélina og var ásamt öðru fólki að leita að lestinni þá kom þar að ung stúlka sem að sagði við okkur að það væru engar lestir í kvöld. Ég áttaði mig ekki alveg á því hvað hún meinti og aðrir sem stóðu þarna eins og illa gerðir hlutir á lestarpallinum voru heldur ekki alveg að fatta. En það sem hún meinti var semsagt að það voru engar lestir til london um kvöldið og vísaði okkur í rútuna í staðin. Ég spurði hana því hvort að það hafi því verið algjör óþarfi fyrir mig að kaupa first class ticket og hún bara brosti og sagðist vera voða sorrí yfir þessu og lét mig fá smá miða sem ég gat skrifað á hvað mér fannst þjónustan vera frábær og skilað því til þeirra síðar og sagði við mig líka að ég ætti að reyna að fá ókeypis miða í staðin. En svona miði kostaði £24 en rútumiði kostar einhvern skít og kanil, enda ekki alveg það sama. Bæði tók ferðin lengri tíma og náttúrulega verri sæti, þó að þetta hafi svosem verið ágætis rúta, en sama hversu góð rútan hefði verið þá hefði hún aldrei náð first class í lest standardinum.

En þetta var bara versti hluti ferðarinnar. Flugið var mjög gott og flaug ég í nýju vélinni sem Iceland express á og var þetta mjög góð vél og pantaði ég sæti við neyðarútganginn og fékk mjög mikið pláss fyrir mig, en það voru ekkert mjög margir í vélinni svo ég hafði 3 sæti fyrir mig við neyðarútgang og gat því teigt úr mér á leiðinni með lappirnar upp í sætunum og las moggan. Veðrið var alveg frábært og sérstaklega yfir Englandi þar sem að sólarlagið var mjög flott.

Í gærkvöldi var svo farið á næturkúbb sem var alveg við hótelið og var þar drukkið og tjúttað fram eftir nóttu.

Og í dag var lestin tekin frá London til Northallerton þar sem ég sit núna heima hjá mömmu Matta, drekk kaffi og þvælist á netinu.

Matthew fór í gær í kafaraljósmyndabúð og keypti handa mér hús utan um myndavélina, svo núna get ég tekið myndir í kafi.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar