Íbúð
Búin að selja íbúðina: 18,8 kúlur
|
Til hamingju með þetta - þetta er væntanlega smá gróði sem er í gangi hér :) hvenær missir þú íbúðina þá
18:02 Árni Hr.
Ja, gróði og ekki gróði - við keyptum náttúrlega aðra íbúð og "gróðinn" fer í hana. Eina sem maður græddi í raun á var að kaupa íbúð á réttum tíma vs. að kaupa þegar verðið var (eða er) sem hæst.
21:04 Joi
Amk muntu þá eignast stærri hlut í næstu íbúð í staðinn fyrir að vera með hana alla á lánum - síðan þú keyptir íbúðina þá hefur markaðurinn heldur betur tekið við sér, síðustu 5 ár hafa svona íbúðir hækkað í verðgildi um amk 1 milljón per ár, jafnvel meira í sumum tilfellum. Its all good
14:13 Árni Hr.
Það er alveg rétt. Ég keypti íbúðina fyrir 6 og hálfu ári síðan og hún er búin að hækka um rúmlega 1,5 millu á ári. Síðan þarf maður að borga söluþóknun þegar maður selur og lánin eru náttúrlega verðtryggð og hafa hækkað líka.
14:25 Joi
Já til hamingju með að vera búinn að selja. Hvenær flyturðu svo inn á Leifsgötuna?
17:21 Hjörleifur
Er það satt að Jóhann sé á leið til Kjalarnes - sögur segja að hann sé að flytjast þangað tímabundið.
18:29 Árni Hr.
Við fáum Leifsgötuna í síðasta lagi 1. maí en ég efast um að það verði fyrr. Við þurfum að skila þessari af okkur í síðasta lagi 1. maí þannig að ef við fáum hina ekki fyrr þurfum við væntanlega bara að flytja t.d. upp á Kjalarnes í 2-4 vikur og henda dótinu í geymslu.
22:30 Joi
|
|