Muse tónleikarnir í gærkvöldi voru frábærir og mun betri en ég þorði að vona. Mjög góðir spilarar á ferðinni og héldu uppi góðum dampi alla tónleikana. Manni leiddist aldrei eins og oft vill verða á tónleikum því þeir eiga orðið mörg fræg og góð lög og það var skemmtilegt að heyra að áhorfendur tóku vel við sér í byrjun nánast hvers einasta lags þegar þeir heyrðu fyrstu tónana. Síðan var mjög flott hvernig þeir blönduðu saman hljóðfærum, þ.e. stundum var bara bassinn, eða trommur o.s.frv. Ég gef þessum tónleikum 4,5 drullukökur af 5 mögulegum.
**** 1/2
|