Jæja þá er enn kominn tími á fimmtudagsklúbb - nú verður haldið á Xmas Xins á NASA. Helstu rokkhljómsveitir landsins stíga á stokk og spila sennilega tvö lög hvert, annað að vanda jólalag.
Í fyrra fórum við nokkrir og var þetta hin mesta skemmtun og var ég mjög ánægður með þetta (hægt að lesa um þetta í desember bloggi árið 2002).
Nú er kominn tími á að tilkynna sig í klúbbinn - ég mun amk mæta. Vinsamlegast tilkynnið ykkur í athugasemdardálkinn eða í mailinu sem ég sendi.
Veit ekki enn klukkan hvað þetta byrjar - en læt ykkur vita um leið og það fréttist, þarf líka að kasta upp á hver kaupir miðana, þó Hjölli komi sterkur inn.
|