fimmtudagur, desember 25, 2003
|
Skrifa ummæli
Til að byrja með þá ætla ég að óska öllum gleðilegra jóla.

Þessi jól virðast ætla að vera fín jól - ég er nú ekki mikið jólabarn en menn geta enn breyst. Ég hef hitt marga undanfarna daga og hef haft gaman af, hef talað við fólk sem ég sjaldan hitti og líkar vel. Því meira sem maður hittir aðra og talar við aðra því betur kynnist maður sjálfum sér. Ég hef alltaf vitað að ég hef átt erfitt með að ná einhverju plateau sem ég er sáttur á, sífellt vil ég meira. Ekki það að það sé slæmt, en það getur stundum truflað nútímann því ekki er alltaf hægt að lifa í framtíðinni eða fortíðinni eins og ég virðist stundum gera.

Í dag fór ég í hádegismat hjá tengdó, keyrði svo austur fyrir fjall og fór í jólaboð hjá Ömmu og Afa, litla tíkin mín (þ.e. bíllinn minn, ekki misskilja) fór léttilega yfir Heiðina - báðar leiðir. Kom heim og er búinn að horfa á vídeó síðan ég kom heim. Nú er ég að horfi ég á á mynd sem heitir Henry Fool að mig minnir og er eftir Hal Hartley, en hann gerði einmitt myndina Monster sem gerðist að hluta til á Íslandi. Þessi mynd er svo niðurdrepandi að það er ótrúlegt, mæli með að horfa á svona myndir inn á milli því þetta er nauðsynlegt reality check eins og sumir myndu segja..

En á morgun er 2 í jólum og þá byrjar lífið á ný, mér finnst alltaf eins og lífið stoppi 3 daga á ári, þ.e. jóladag, föstudagur langi og páskadagur. Í mínum huga var þetta alltaf frekar niðurdrepandi dagar, en nú er þetta nauðsynlegur tími til að eyða með fjölskyldu og til að endurhlaða batteríin.

The Great American Poet..
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar