mánudagur, desember 15, 2003
|
Skrifa ummæli
Margt að gerast um helgina. Örn í 2. sæti í sundi, Íslendingar að dæma úrslitaleik á HM í handbolta, Saddam handtekinn, en stórfrétt helgarinnar er sú að bíllinn minn er orðinn gangfær og gat ég því keyrt í vinnuna í morgunn. Nú þarf ég bara aðeins að fylgjast með bremsunum, en í morgunn heyrðist skrítið hljóð til að byrja með og bremsuljósið fer ekki af nema að maður togi aðeins í bremsuna. Í gærkvöldi fannst mér einnig eins og að bíllinn væri eitthvað kraftlaus, en þá var bíllinn bara að prófa bremsurnar upp á eigin spítur. Það er sennilegast bara enn loft á kerfinu. En þetta er nú svolítið spennandi að keyra bílinn núna, eða eins og skáldið sagði: "Að bremsa, eða ekki bremsa. Það er efinn".
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar