þriðjudagur, desember 16, 2003
|
Skrifa ummæli
Mér sýnist á öllu að þetta sé orðinn ljósmyndavefur og menn séu hættir að setja inn "venjuleg" blögg ... sem er ekki gott.

Allt gott að frétta af mér en frekar mikið að gera. Endurtektarprófið verður kl. 16, mánudaginn 5. janúar. Ég er ekki byrjaður að læra undir það og farinn að hafa smá áhyggjur af því. Síðan er ferlega mikið að gera í vinnunni, sem er mjög gott.

Tennisbræður mættu galvaskir í gærkvöldi í sportvang og háðu þar harða keppni. Pálmi sá sér ekki fært að mæta, eins og oft áður, og vorum við því bara þrír. Við byrjuðum að klára leik frá síðasta tíma sem Hjölli var einn á móti mér og Ánna og var staðan þar 4-5 fyrir Hjölla sem vann 4-6. Síðan var ég einn og vann grislingana 6-4 og Ánni tapaði síðan í síðasta leik á móti okkur 6-2. Síðan var farið í pott og gufu með bjór.

Ákveðið var að mæta til mín kl. 18 á laugardaginn og sulla í sig nokkrum cock-teilum og spila spil sem Ánni ætlar að redda. Síðan verður mæting kl. 21 í perluna.

Annars ætla ég að lesa í kvöld og vinna aðeins og kíki kannski eitthvað á sjónarpið. S er að læra undir próf og verð ég að tippla á tánnum til að trufla hana ekki. S býður upp á gúllas með kartöflustöppu í kvöldmat sem við fengum sent úr sveitinni og smákökur (sem eru einnig úr sveitinni) verða sennilega á borðum um kvöldið.

Over-and-out
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar