miðvikudagur, desember 17, 2003
|
Skrifa ummæli
Ekki hefur blogg Musið verið ofarlega hjá mér undanfarið. Lítið til að skrifa um og þar með hef ég ekki nennt að eyða orku í að skrifa inn bloggið.
En núna er nú eitthvað að gerast, EE búinn í prófum og kannski kætist aðeins við það það. Ég stefni á Xmas á fimmtudag, Frostrósir á Föstudag og Perluna á Laugardag. Já busy weekend.

Nú EE verður 25 ára 31 des og stefni ég á að halda smá veislu - hún er nú ekkert voðalega brött með það þar sem hún telur að erfitt sé að smala fólki saman á þessum degi - en við finnum eitthvað út úr þessu.

Einnig er Guddi að koma heim á föstudag og smellur hann beint inn í Perluna - því miður er hann solo núna þ.a. engin Tine, en það verður bara næst.
Ég var búinn að senda út alla Jólapakka tímanlega vegna þess að mér var sagt að 15 des væri síðasti séns, skrýtið það þar sem 18 des voru pakkarnir komnir til DK og pabbi glaður að vera kominn með hangiketið og grænu ora baunirnar, eins og hann orðaði það þá er ég búinn að bjarga jólunum fyrir hann og þar með er jólagóðverkið mitt búið.

Nú maður stefni nú á að fara á jólaball Pharmaco á laugardag, barnlaus og konulaus, ákvað nú samt að kíkja til að hitta fólk í jólaskapinu.

Einnig reifst ég við PP í morgun á MSN - já þar var jólafingurinn á lofti, en stríðsöxin er nú sennilega grafin núna :)

Já eins og ég sagði, áður var ekkert en núna er allt að gerast. Jólin nálgast og er það bara fínt í þessu tilviki.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar