þriðjudagur, desember 02, 2003
|
Skrifa ummæli
Búið að vera nóg að gera - eftir að nýja tölvan fór að virka þá kem ég heim úr vinnu og skipti tíma mínum heima við að svara póstum og spila tölvuleiki sem Jói reddaði mér.
Hef verið að spila Need For Speed Underground undanfarið og er þetta snilldar bílaleikur sem virðist hafa allt. Flott grafík, góð stýring og mikil skemmtun.
Einnig fékk ég NBA 2004, en því miður komst hann ekki inn og bíð ég því spenntur eftir því. Svo setti ég inn Commandos 3 og er ekki hægt að kvarta yfir gæðum þar.

Já ekki hægt að segja annað en að maður er dottinn aftur í nördapakkan, já alveg síðan maður leit út eins og ríkasti maður heims hér fyrir neðan.
Ég minnist þess þegar ég og Jói mættum galvaskir á fyrsta busaball okkar í Flensborg, við vorum svo helvíti magnaðir strákarnir, kvenmenn hrúguðust að okkur úr öllum áttum og máttum við okkur lítils á dansgólfinu. Já við kölluðum sko ekki allt ömmu okkar á þessum villtu árum.

Því miður höfum við ekki margar minningar frá okkar töffaraárum, kannski nokkrar skákmedalíur en ekki mikið meira en það.

Í dag er öldin önnur, við erum ekki sömu töffarar og áður, ekkert nema Háskólamenntaðir nördar sem lifa á fornri töffarafrægð, hvar man ekki eftir ljósu lokkunum hans Hjölla, þegar hann var kvensamari en Robert Redford, hver man ekki eftir hvernig Jói veiddi grimmt á designer gleraugu sín, PP var þekktur fyrir göngutúra sína í kraftgallanum og undirritaður var þekktur fyrir gífurlega peningasnilld sína. Nú situr maður fyrir framan tölvu allan daginn og skrifar niður minningar sína á bloggformi, bara til að geta munað hvað gerðist í gær og hvað þá í síðustu viku.

Jæja nóg með memoirs fyrir kvöldið - er sennilega búinn að sitja fyrir framan tölvu núna í um 12 klst í dag og eru herðarnar orðnar þreyttar.
Rétt í lokin vil ég nefna að flísalögn á baðherbergi er lokið, frændi minn ætlar að kíkja á morgun eða hinn og setja upp blöndunartæki og hver veit nema að ég fari í heitt bað um næstu helgi, já það yrði alger snilld..

    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar