mánudagur, desember 15, 2003
|
Skrifa ummæli
Jæja, er ekki kominnn tími á gott nördablögg?
Ég hef verið að pæla undanfarið í hvaða forrit maður ætti að nota til að flokka ljósmyndir í tölvunni og hvernig er best að gera þetta. Ég á tæplega 6000 myndir sem ég hef tekið á þessu ári, og hafa þær flestar verið teknar síðan í apríl. Þetta er gríðarlegt magn og því spurning að koma upp flokkunarkerfi áður en þetta vex úr öllu valdi. Ég hef því tekið þá ákvörðun að nota umsýsluforritið iMatch til að flokka og sjá um myndirnar og ætla ég að nota flokkunaraðferð sem bent er á á heimasíðu þeirra sem hægt er að skoða hérna og hérna.
Það verður náttúrlega gríðarleg vinna að flokka allar þessar myndir en forritið býður upp á mjög öfluga fídusa til að hjálpa manni við þessa vinnu. Síðan verðru maður bara að koma upp vinnuflæði við það þegar maður setur inn myndir úr myndavélinni, þ.e. að flokka strax.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar