sunnudagur, desember 21, 2003
|
Skrifa ummæli
Jæja kominn tími á að skrifa nokkrar línur um síðustu daga, byrjum á Xmas á NASA, nú ég á miða nr. 001 þar sem Hjölli keypti fyrstu 3 miðana sem voru seldir, frekar fámennt var þarna miðað við í fyrra og kom það nokkuð á óvart. Reyndar fannst mér ekki gert eins mikið úr þessu eins og í fyrra, það var mun öflugar í fyrra að mínu mati.
En ég ætla að hlaupa yfir spilendurna og gefa þeim einkunn.
Hölt Hóra og Dáðadrengir - missti af þeim, komum of seint.
Tommygun Preachers - var nokkuð sáttur við þá gef þeim 7 af 10 í einkunn. Góð röddin hjá söngvaranum og skemmtilegt bassaspil í þessari grúppu, almennt bara nokkuð gott rokk.
Næstir á svið var hljómsveit frá kópavogi, kölluð Dogdaze, ég var ekki ánægður með þá, spiluðu svona Blink 182 lög, eða Greenday, var ekki að virka hjá mér, gef þeim einungis 3 í einkunn.
Ekki batnaði það þegar Hafnarfjarðarhljómsveitin Soliv IV mætti á svið, jú kannski aðeins, gef þeim 4 í einkunn en söngvarinn var í gömlu Bootlegs hljómsveitinni ef einhver man eftir henni. Þeir spiluðu lög eins og Metallica gerði fyrir ca. 10 árum síðan og greinilegt að þeir hafa ekki þroskast mikið í tónlistinni.
Nú var kominn tími á að Doktorinn mætti á svið, allt frumsamið þar og var bara nokkuð skemmtilegt, gef honum líka 7 en ekki meira þar sem mér fannst jólalagið frekar dapurt hjá honum, svolítið metnaðarlaust þrátt fyrir að vera frumsamið. Besta við þá tónleika var þegar Freysi kynnti hann sem einn af gömlu kynslóðinni og benti á skallann á honum og sagði svo að Doktorinn liti út eins og egg sem mér þótti fyndið.
Næstir voru Vinýll - grúppa sem ég fíla mjög vel, þeir voru þrusu þéttir, góð framkoma og jólalagið var snilld. Pottþétt 9 í mínum huga, stórgott rokk sem toppaði algerlega í lokalaginu, þ.e. jólalaginu þar sem bassaleikarinn mætti í kjól og söng. Skemmtilegt það.
Svo var það Botnleðjan, skemmtilegir að vanda, ég var að fíla þá mjög vel eins og alltaf. Þeir eru ferskir og með skemmtilega hljóm og því ætla ég að gefa þeim 7 - eins voru smá áhugaleysis vottur en kannski var það bara ég sem fannst þetta vera svoleiðis. En 7 áttu þeir skilið og jöðruðu alveg við 8.
Næstir á við voru Brain Police - þéttasta rokkhljómsveit Íslands. Vonbrigði er það sem ég segi - þeir voru ekki alveg að gera sig þarna og gef ég þeim bara 6 í einkunn sem er sennilega lélegasta einkunn sem ég hef gefið þeim fyrir tónleika. Kannski á maður bara að horfa á þá á Grand Rokk - sveittir og flottir.
Næst síðasta band var svo Ensími - já þeir eru mjög öflugir spilarar, flott og vel gert allt en þetta er bara ekki alveg fyrir mig, eitthvað sem ég er ekki alveg að fíla við Ensími og hef og mun sennilega aldrei detta almennilega inn í þá. En vel gert en gef þeim ekki nema 6 í einkunn og er það bara vegna þess að ég er ekki alveg að detta inn í Ensímis pakkann þrátt fyrir að vita að þeir eru mjög vandaðir - einnig var jólalagið hjá þeim nokkuð skemmtilegt, bassajól.

Í lokin var það svo hin óviðjafnanlegi Barði í Bang Gang sem mætti á svið - að sjálfsögðu sem Bang Gang. Nú þeir sem hafa hlustað á diskinn (eins og ég) héldu nú að hann myndi nú ekki alveg fitta þarna inn - en heldur betur, hann rokkaði rosalega feitt og var jólalagið bara þungarokk að bestu gerð. Já þessi maður er ótrúlegur - honum virðist vera margt til lista lagt og er ég rosalega sáttur við hans frammstöðu og endaði kvöldið á góðum nótum. 9 í einkunn.
Ég geymi svo 10 fyrir Singapore Sling sem reyndar mættu ekki - en þeir eru bara flottastir.

Rétt svona til að nefna það þá runnu nokkrir Becks gold ljúflega niður þarna hjá mér og Hjölla - enda vorum við ekkert að finna fyrir því að standa allann þennan tíma. En greyið Jóhann var á bíl og vildi ekki drekka og þar með var honum miklu meira illt í fótunum sínum - greyið strákurinn.

Já ég var ánægður með þetta kvöld - stefni ótrauður næsta ár, en vona að þetta verði betra markaðsfært þá og metnaður verði aðeins meiri en í ár.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar