Já, maður hefur verið ansi latur við blöggið undanfarið enda hefur verið mikið að gera. Ég hef verið að taka íbúðina aðeins í gegn, var að fá nýtt sófasett og var að færa stóra skápinn í stofunni. Eins hef ég verið að gera smávægilegar breytingar eins og að setja hillu inn á baðherbergi, ljós fyrir ofan rúmið o.flr. Ég keypti mér líka borvél um daginn sem er alveg magnað tæki og langar mig nánast að bora í allt sem ég sé heima, og finn minnstu ástæður til að bora í veggi og innanstokksmuni. Aumingja sá sem kaupir íbúðina af mér, hvenær sem það nú verður.
Breytingarnar koma mjög vel út og stofan virðist stækka mikið og veggplássið er meira og því hef ég hug á að setja upp ljósmyndir og annað slíkt, og jafnvel litlar hillur. Ég er með fullt af hugmyndum í kollinum og Sonja lumar líka á nokkrum.
Ég er byrjaður að hafa áhyggjur af endurtektarprófinu sem verður í byrjun janúar, því ég sé ekki alveg hvenær ég á að læra undir það próf. Algjör skandall að falla í þessu, en þetta herðir mann sjálfsagt.
Við erum að fara á Muse tónleika í kvöld og sú hugmynd kom upp að skella sér á jólatónleika með íslenskum söngkonum 19. desember. Ánni er samt eitthvað að tefja það mál og spurning hvort við náum miðum :-).
Annars er bara allt gott að frétta, mjög mikið að gera og ég er bara sáttur.
|